Monday, July 11, 2005
Blóðbað
Í sumar hef ég verið frekar öflug við að fara í bíó, er búin að fara og sjá allar þessar stóru myndir sem verið er að sýna.
Í gær fór ég á Sin City. Ótrúlega flott gerð mynd og fín pæling. En ég var alveg ótrúlega fegin að hún væri í svarthvítu því blóðbaðið var slíkt að ég hefði ekki lagt í að sjá hana í lit. Leikurinn var frábær og gaman að sjá hvern stórleikinn á fætur öðrum í þessum senum. Bruce-inn var bara hress að vanda, mér finnst hann nú alltaf lúmskt flottur.
Nóttin var hinsvegar erfið því ég tók þetta blóðbað með mér í svefninn og dreymdi mannætur og annað fínerí! Uss uss...
Önnur mynd sem ég sá er War of the Worlds.
Önnur stórmynd, önnur stór sýning. Mikið af special effects og flottar tökur. Pælingin ágæt og hefði eflaust mátt gera enn meiri stórmynd úr þessu en raun varð. Ótrúlegt að þeir hafi borgað Cruise pening fyrir þetta, ég hef aldrei séð hann jafn slappan og í raun var karakterinn hans mjög óáhugaverður og ósympatískur. Litla stelpan gerði lítið annað en að öskra og samtals voru kannski sagðar svona 15 setningar ( fyrir utan sögumanninn). Mér fannst nenfninlega vanta meiri sögu í þetta. Þetta voru bara sprengingar og einhverjar ljótar geimverur að hlaupa út um allt.
Þá fannst mér Sin City betri!
En ótrúlega gaman að fara í bíó, enginn sem svaraði í símann, enginn sem talaði alla myndina í gegn, þetta gekk bara yfir höfuð mjög vel og gaman að fá popp og kók! Stefni á að fara bara meira í bíó í sumar enda fleiri myndir á leiðinni sem mig langar alveg að sjá.
Í gær fór ég á Sin City. Ótrúlega flott gerð mynd og fín pæling. En ég var alveg ótrúlega fegin að hún væri í svarthvítu því blóðbaðið var slíkt að ég hefði ekki lagt í að sjá hana í lit. Leikurinn var frábær og gaman að sjá hvern stórleikinn á fætur öðrum í þessum senum. Bruce-inn var bara hress að vanda, mér finnst hann nú alltaf lúmskt flottur.
Nóttin var hinsvegar erfið því ég tók þetta blóðbað með mér í svefninn og dreymdi mannætur og annað fínerí! Uss uss...
Önnur mynd sem ég sá er War of the Worlds.
Önnur stórmynd, önnur stór sýning. Mikið af special effects og flottar tökur. Pælingin ágæt og hefði eflaust mátt gera enn meiri stórmynd úr þessu en raun varð. Ótrúlegt að þeir hafi borgað Cruise pening fyrir þetta, ég hef aldrei séð hann jafn slappan og í raun var karakterinn hans mjög óáhugaverður og ósympatískur. Litla stelpan gerði lítið annað en að öskra og samtals voru kannski sagðar svona 15 setningar ( fyrir utan sögumanninn). Mér fannst nenfninlega vanta meiri sögu í þetta. Þetta voru bara sprengingar og einhverjar ljótar geimverur að hlaupa út um allt.
Þá fannst mér Sin City betri!
En ótrúlega gaman að fara í bíó, enginn sem svaraði í símann, enginn sem talaði alla myndina í gegn, þetta gekk bara yfir höfuð mjög vel og gaman að fá popp og kók! Stefni á að fara bara meira í bíó í sumar enda fleiri myndir á leiðinni sem mig langar alveg að sjá.
Click Here