Tuesday, July 26, 2005
Þegar að fáir eyðileggja fyrir öllum
Fannst leiðinlegt að lesa um það hvaða stefna hefur verið tekin á Kárahnjúkum. Því miður mun þetta verða til þess að kasta óorði á alla mótmælendur og á samkomuna sem slíka enda hefur tjaldleyfi þeirra verið afturkallað og þeim verið gert að yfirgefa það svæði. Mér fannst þetta stórgott framtak og hefði vel getað hugsað mér að kíkja á hópinn ef ég ætti eitthvað frí til að keyra austur. Hef aldrei séð þetta svæði og mun eflaust ekki sjá það áður en það fer undir vatn. Verð að hugga mig við myndir af þessu.
Annars finnst mér að það ætti að vera ólöglegt að láta fólk vinna í þessari rjómablíðu! Allof fáir svona dagar á ári og því miður rata flestir þeirra á virka daga þar sem ég sit inni á skrifstofu og svitna. Skellti mér samt á Vegamót í hádeginu og borðaði úti, svona rétt að heilsa uppá sólina.
Í gær fór ég út að hjóla. Það var ágætt en fékk samt staðfestingu á því sem ég hef lengi haldið fram. Það er alveg sama í hvaða átt er hjólað, það er bara alltaf mótvindur. Trúði þessu ekki en ég hjólaði þarna út um allt hverfi og í allar höfuðáttirnar og alltaf var blessaði mótvindurinn með mér. Það var nefninlega pínku rok í gær. Ætla að skella mér á fákinn aftur í dag og hendast eftir einhverju lambi í Nóatún til að skella á grillið í kvöld...ætla mér jafnvel að fæða bróður minn sem er ávallt foreldralaus og mikill einstæðingur eftir að settið fluttist búferlum í sveitasetrið.
Ein með öllu á Akureyri um helgina. Flýg á föstudaginn fyrir hádegi og þarf að vinna soldið fyrir norðan, en svo kemur Arnar á bílnum seinni partinn. Ætla að fara og sjá Hjálma loksins á tónleikum, ekki orðin vanþörf á því.
Annars finnst mér að það ætti að vera ólöglegt að láta fólk vinna í þessari rjómablíðu! Allof fáir svona dagar á ári og því miður rata flestir þeirra á virka daga þar sem ég sit inni á skrifstofu og svitna. Skellti mér samt á Vegamót í hádeginu og borðaði úti, svona rétt að heilsa uppá sólina.
Í gær fór ég út að hjóla. Það var ágætt en fékk samt staðfestingu á því sem ég hef lengi haldið fram. Það er alveg sama í hvaða átt er hjólað, það er bara alltaf mótvindur. Trúði þessu ekki en ég hjólaði þarna út um allt hverfi og í allar höfuðáttirnar og alltaf var blessaði mótvindurinn með mér. Það var nefninlega pínku rok í gær. Ætla að skella mér á fákinn aftur í dag og hendast eftir einhverju lambi í Nóatún til að skella á grillið í kvöld...ætla mér jafnvel að fæða bróður minn sem er ávallt foreldralaus og mikill einstæðingur eftir að settið fluttist búferlum í sveitasetrið.
Ein með öllu á Akureyri um helgina. Flýg á föstudaginn fyrir hádegi og þarf að vinna soldið fyrir norðan, en svo kemur Arnar á bílnum seinni partinn. Ætla að fara og sjá Hjálma loksins á tónleikum, ekki orðin vanþörf á því.
Click Here