Friday, July 22, 2005
Emilíana
Held að ég sé bara nett skotin í stelpunni. Hún var alveg frábær. Ekki bara söng hún yndislega heldur var hún alveg ótrúlega skemmtileg og reytti af sér brandara milli laga. Hún var hlédræg og alls ekkert upptekin af sjálfri sér, sagði fyndnar sögur af sér og hafði frábæran húmor. Virkaði ótrúlega einlæg og salurinn var allur upprifinn af henni.
Hún tók nú aðallega lög af nýju plötunni en læddi inn á milli eldri lögum og sagði skemmtilegar sögur af því hvernig lögin urðu til og enduðu á plötum hjá henni. Mörg þeirra voru tileinkuð einhverjum íslenskum vinkonum og stundum sem hún átti með þeim sem mér fannst líka alveg ótrúlega skemmtilegt.
Þetta voru bara með skemmtilegri tónleikum sem ég hef farið á og ekki skemmdi að vera á alveg við hliðina á sviðinu.
Eini svarti bletturinn á þessu frábæra kvöldi var fíflið sem stóð fyrir framan mig og lék "Palli var einn í heiminum". Í fyrsta lagi tróð hann sér fyrir framan mig ásamt ósvo ófríðu föruneyti og svo gat hann ekki staðið kyrr heldur var sífellt að breyta um staðsetningu. Hann var töluvert hærri en ég þannig að þegar að hann færði sig, þá missti ég alla sýn á sviðið og allir í kring þurftu að endurhanna sig til að sjá eitthvað, gægjast yfir axlirnar á honum eða á milli handanna á honum. Leiðist svona fólk sem er algjörlega oblivious fyrir því að það vilja allir sjá...til þess komum við þarna og að hann var höfðinu hærri en allir aðrir þarna. Uss uss. Pirringurinn vaknar alveg rosalega við að rifja þetta upp þannig að ég læt staðar numið hér.
Í kveld er það Ölstofan ásamt fríðu föruneyti eða meðnemendum mínum í HÍ. Við ætlum að hittast í nokkra öl, og kveðja einn ágætan mann sem reynst hefur Gallíu afskaplega vel þó að hann hafi ekki verið besti kennari í heimi.
Hún tók nú aðallega lög af nýju plötunni en læddi inn á milli eldri lögum og sagði skemmtilegar sögur af því hvernig lögin urðu til og enduðu á plötum hjá henni. Mörg þeirra voru tileinkuð einhverjum íslenskum vinkonum og stundum sem hún átti með þeim sem mér fannst líka alveg ótrúlega skemmtilegt.
Þetta voru bara með skemmtilegri tónleikum sem ég hef farið á og ekki skemmdi að vera á alveg við hliðina á sviðinu.
Eini svarti bletturinn á þessu frábæra kvöldi var fíflið sem stóð fyrir framan mig og lék "Palli var einn í heiminum". Í fyrsta lagi tróð hann sér fyrir framan mig ásamt ósvo ófríðu föruneyti og svo gat hann ekki staðið kyrr heldur var sífellt að breyta um staðsetningu. Hann var töluvert hærri en ég þannig að þegar að hann færði sig, þá missti ég alla sýn á sviðið og allir í kring þurftu að endurhanna sig til að sjá eitthvað, gægjast yfir axlirnar á honum eða á milli handanna á honum. Leiðist svona fólk sem er algjörlega oblivious fyrir því að það vilja allir sjá...til þess komum við þarna og að hann var höfðinu hærri en allir aðrir þarna. Uss uss. Pirringurinn vaknar alveg rosalega við að rifja þetta upp þannig að ég læt staðar numið hér.
Í kveld er það Ölstofan ásamt fríðu föruneyti eða meðnemendum mínum í HÍ. Við ætlum að hittast í nokkra öl, og kveðja einn ágætan mann sem reynst hefur Gallíu afskaplega vel þó að hann hafi ekki verið besti kennari í heimi.
Comments:
<< Home
Hvernig er hægt að vera "hlédræg og alls ekkert upptekin af sjálfri sér", en samtímis "segja fyndnar sögur af sér" og vera með hálfgert standup milli laga? Ég bara spyr svona ;-)
Post a Comment
<< Home
Click Here