Thursday, July 21, 2005

Framhjáhöld fræga fólksins

Það er bara eins og enginn maður hafi haldið framhjá áður en Jude Law gerði það með barnfóstru sinni. Umfjöllunin um málið er ótrúleg og hann málaður sem algjör skratti fyrir þetta feilspor sitt sem hann þó hefur nægan karldóm til að viðurkenna.

Ekki það að það sé í lagi að halda framhjá, en það kemur bara fyrir hjá fleirum en Jude Law að stíga feilspor og því engin ástæða til að rífa hann svona í sig í fjölmiðlunum....allavegana ekki að mínu mati!



En yfir í annað mun skemmtilegra...Emilíana Torrini í kvöld....hef aldrei heyrt í henni live og hlakka mikið til að vera á tónleikunum hennar. Þeir verða á Nasa...spurning um að mæta á skikkanlegum tíma og reyna að fá borð...alltaf notalegra þegar um svona rólega tónlist er að ræða.

Segi ykkur frá tónleikunum síðar.


p.s. Og enn og aftur er allt orðið vitlaust í Bretlandi...þeir fá bara engan frið greyin.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?