Friday, July 01, 2005

Helgarvaktin

Á leið í Árnes. Veðurspáin tekið miklum breytingum undanfarnar klukkustundur en þetta virðist ætla að vera alltílagi. Er annars búin að fjárfesta í miklum og góðum regnponcho og því ekki hætta á því að maður vökni. Arnar fékk líka regngalla á útsölu í Útilíf og því allt í orden.

Dressaði mig svo bara upp í Rúmfatalagernum, ein flíspeysa á 490 krónur og önnur á rétt um 1000 kall. Ekki amalegt.

Er komin í sparnaðarmódið....Visa Ísland hatar mig og mína og því þarf ég að setja í sparigírinn minn ( hef ekki enn fundið hann á gírskiptingunni ) ef ég ætla að þykjast fara til Parísar í haust. Fjárframlög eru vel þegin btw.

Hugsa ekki um annað en útlönd, held að það sé veðrið!

Comments:
Þetta er skítaveður, gott að þið fóruð heim úr rigningunni. hér rignir og rignir og rignir. skoðaði auglýsingar um ferðir til kanarí áðan. mamman
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?