Thursday, July 28, 2005
Hinsta kveðja
Einn kunningji sem var samferða mér í Hagaskóla verður jarðaður á morgun. Hann vakti athygli hvar sem hann fór og ekki manneskja sem maður gleymir auðveldlega. Hann var alltaf ansi áberandi og ég man að þegar við vorum saman í skólanum fannst mér hann svo góðlegur miðað við alla töffarana sem umkringdu hann og voru með honum í bekk. Ég missti sjónar af honum eftir Hagaskóla en sá honum samt alltaf bregða fyrir öðru hvoru hér og þar um bæinn. Þegar að ég sagði mömmu af þessu þekkti hún hann strax því að hann brosti svo fallega. Finnst ofboðslega sorglegt að hann sé farinn jafnvel þó að ég hafi ekki þekkt hann vel en veit að hann hafði átt ofboðslega erfitt og líður því án efa miklu betur þar sem hann er í dag!
Click Here