Sunday, July 10, 2005

Hlutirnir breytast og mennirnir með

Fór í innfluttningspartý í gær hjá góðum vini. Fengum þar fréttir af öðru fólki sem áður voru góðir vinir okkar en í dag eru kannski bara kunningjar.

Ótrúlegt hvað hlutirnir geta breyst, meira að segja hjá fólki sem maður á síst von á því hjá.

Uppáhalds vinur minn er að verða pabbi. Við sungum saman Lionel Ritchie á karíókíbar niðri í bæ eftir mitt víðfræga fancy matarboð þar sem Vopni sæti eldaði nautasteik ofaní mannskapinn. Allir voru klæddir upp í sitt fínasta púss og ég held að ég gleymi þessi kvöldi aldrei. Þetta var svona substitute tvítugs afmælis partý með ótrúlegum gestum. Ég man að kvöldinu lauk þannig að undir morgun fundust rósir við dyrnar heima sem voru frá ungum manni sem átti heima á hæðinni fyrir neðan. Ef ég man rétt, þá fór það vel í taugarnar á karli föður mínum, þó að ég hafi aldrei almennilega skilið afhverju. Greyið vorkenndi mér og Herborgu bara svo hryllilega mikið því okkur hafði aldrei verið gefið blóm af karlmanni og honum fannst hann þurfa að bæta okkur það! Mjög sweet frá svona feimnum manni!

Aðrir frá þessu fína tímabili hafa heldur betur breytt um gír líka, þar með talin erum auðvitað ég og Arnar en finnst bara fyndnast þegar að það er fólkið sem maður átti aldrei von á að myndi breytast. Ég vissi alltaf að þetta væri bara tímabil og tæki enda.

En svo er líka sorglegt hvað aðrir frá þessu tímabili hafa lítið breyst, sérstaklega þegar að þeir þurftu virkilega á því að halda. Rakst á tvo þeirra á föstudagsmorgni að koma frá því að kaupa bakkelsi fyrir vinnuna en þá stóðu þeir þar nálægt vel í glasi og greinilega ekki enn búnir að meika það í háttinn eftir fimmtudagsdjammið og klukkan var níu á föstudagsmorgni.

En já....til hamingju Hinrik með að eiga von á barni.....megi hún heita Sif!

Comments:
Whaaat...! Er hann Hreggi fraendi ordinn vinur thinn (Vopni mun víst vera nafn hans í dag...) annars bidur Spánn ad heilsa...
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?