Friday, July 15, 2005

Hræsnin á sér engin takmörk

Gott og vel, í gær var þagað í 2 mínútur víðsvegar í Evrópu vegna þeirra manna sem létust í Bretlandi.

Á sama tíma er birt ein frétt um stórslys í Pakistan þar sem 150 manns láta lífið í lestarslysi. Ekki höfum við þögn til að minnast þeirra. Nei, við gleymum þeim bara. Í dag á mbl er frétt um það að þessir 150 manns verði grafðir í ómerktum gröfum! Ég efast um að það verði örlög þeirra sem létust í Bretlandi.


Ekki það að ég vilji á nokkurn hátt óvirða þá sem létu lífið í Bretlandi. Það er að sjálfsögðu hrikalegt en mér finnst að vekja þurfi athygli að það séu fleiri sem deyja víðsvegar um heiminn við ýmiss konar hræðilegar kringumstæður án þess að við setjum samúðarapparatið af stað.

Eyðum meiri tíma í að votta þjóðum utan Vestrænu þjóðanna samúð okkar. Óli ætti að senda samúðarkveðjur til Pakistan og Dóri Ásgríms líka.

Comments:
sammála !!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?