Friday, July 08, 2005

Hræsnin í "Vestrænum" þjóðum

Spurði Arnar í gær í sakleysi mínu hvort hann ætlaði niður á Austurvöll til að sýna samstöðu með Bretum vegna þessara hörmunga sem áttu sér stað í London í gær. Hann var fljótur til svars og spurði hvort að það hefði verið haldins slík samkoma nýlega vegna þeirra sem daglega láta lífið í svona árásum í Írak, Palestínu eða öðrum löndum? Og svo ekki sé minnst á þá sem láta lífið við hörmulegar aðstæður á degi hverjum í Afríku. Hann sagði að svona samkoma væri ekkert nema hræsni.


Fór að velta þessu svolítið fyrir mér og vissulega er samkoman af því góða, en afhverju sýnum við ekki slíkan samhug eða fjöllum um af eins miklum mætti og hefur verið gert um London, um hamfarirnar sem eiga sér stað á degi hverjum út um allt í heiminum. Hversu margir deyja á degi hverjum af völdum eyðni í Afríku, eða Malaríu. Hversu margir deyja þar í borgarstyrjöldum og öðru.

Og þó okkur sé kannski ekki sama, þá erum við ónæm. Það snertir okkur ekki jafn mikið og fyllir okkur ekki jafn miklum hryllingi og þegar að sprengjur springa í hinum Vestræna heimi og drepa 37 manns sem er þó mun minna en gerist á degi hverjum í Afríku, og hægt væri að stoppa.


Já....þetta er skrítin veröld!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?