Thursday, July 28, 2005

Tæming á huganum!

Paris encore une fois

Gleymdi að segja ykkur að við erum búin að festa kaup á tveim miðum til Parísar frá 5 okt til 10 okt. Ætla sumsé að verða 25 ára í París og vonast til að Philippe geti komið frá Cannes og verið með mér..... hef ekki séð hann í tvö ár. Fáum gistingu hjá Gaelle, og Denis er að hugsa um að koma með okkur frá Íslandi ef hann hefur efni á fluginu út. Svo eru Laetitia og Audrey komnar á fullt með Gaelle að skipuleggja einhverja skemmtilega dagskrá handa okkur þannig að þetta verður án efa æðislegt! Flugmiðarnir eru afmælisgjöf til okkar Arnars frá okkur, þ.e. Arnar gefur mér miða og ég gef honu miða "so to speak". Þannig að ég er næstum því að koma út í plús eftir ferðina! Þetta verður samt alveg yndislegt....íbúðin sem við verðum í er hjá Montmartre þannig að það mun ekki væsa um okkur þar. Svo verður gaman að prófa París með yngri kynslóðinni, þó að Gérard sé svo sannarlega alveg ótrúlega ungur í anda...örugglega yngri en ég ef eitthvað er!

En látið ykkur ekki dreyma um að það þýði að það verði engin veisla, það er nú öðru nær. Ég er svo mikil veislukelling að það verður örugglega bæði kaffiboð fyrir nánustu fjölskyldu og svo partý með öllu skemmtilega fólkinu mínu. Stefni á að flytja inn osta í kílóavís frá France og hafa partýið svona osta-rauðvíns partý...ólíkt öðrum partýum hjá mér ;) .

Ég er á fullu að hanna óskalistann fyrir þetta merkisafmæli, ýmislegt sem mann langar í og svona.


Olíugjaldið

Að allt öðru....ég er ótrúlega ósammála þessum mótmælum sem vörubílstjórar eru að skipuleggja. Vissulega er ég sammála um að verð á díselolíu sé út í hróa...það er nákvæmlega engin hvatning til neytandans að nota eldsneyti sem veldur minni umhverfisspjölllum. Ótrúlegt hvað ríkið hefur af manni mikla peninga í gegnum þessa bíla. Við borgum olíuskatta, bifreiðaskatt og vsk. Svo rukkar Bílastæðasjóður 300 000 kr á dag í stöðumælasektir sem gerir fleiri fleiri milljónir á ári sem þeir segja að fari í að byggja bílastæðahús þar sem þeir rukka mann síðan um offjár fyrir að fá að leggja í. Á meðan er Orkuveitan með einkaþjóna í fullu starfi og ég veit ekki hvað. En já, aftur að mótmælunum...það sem ég vildi nú sagt hafa er einfaldlega það að með því að gera þetta svona, missa þeir alla samúð okkar almennu borgaranna. Einfaldlega vegna þess að þessi mótmæli bitna eingöngu á okkur en á engan hátt á þeim sem hlut eiga. Ég myndi miklu frekar loka af alþingi þegar að þau hefja störf svo að ljótu kallarnir komist ekki heim eða einhverju ráðuneytinu. Vissulega mun það ekki hafa áhrif á jafn marga en það hefur þá allavegana áhrif á þá sem máli skipta.

En það verður Arnar greyið einn sem situr í súpunni út af þessu því stjarnan sjálf fer með flugi til að geta sinnt vinnumálum á Akureyri fyrir lokun safna.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?