Tuesday, July 12, 2005

Tónlistarsmekk að láni

Vantar ráð. Finnst ég vera með frekar einhæfan tónlistarsmekk og væri til í að ráða bætur á því hið snarasta. Veit hinsvegar ekkert hvar ég á að byrja og leita því ráða til ykkar, ef þið ættuð að nefna tvö nöfn á tónlistarmönnum sem þið haldið að ég fílið, hver væru þau? Lofa að gefa því sjéns og hlusta á það, þó það sé ekki nema einu sinni!



Annars verður haldið norður í land um helgina í von um að þar sjáist til sólar. Ég er uppfull af veður þunglyndi eftir langan snjómikinn vetur og rigningaglatt sumar. Skil vel að allstaðar sé uppselt í ferðir í sólina. Fékk sjálf tilboð til Prag sem vakti upp draumórana en þetta verður að bíða betri tíma og meira fjármagns...Norðurlandið verður bara að standa undir nafni!


Keyptum spil í Nexus í dag og settum biðpöntun á annað sem var uppselt hjá þeim og Magna. Spilið sem við keyptum heitir Carcassonne og ég hlakka til að rústa karli föður mínum í því um helgina til að hefna fyrir slæma ósigra í æsku! Hitt spilið sem við bíðum eftir og verður vonandi komið fyrir verslunarmannahelgina heitir Citadels og er algjör snilld. Kostar ekki neitt, 1995 kr og er alveg frábært!

Er annars alveg ótrúlega södd eftir að hafa verið í handsprengjum hjá tengdó! * Minnti mig á gömlu góðu dagana þegar maður borðaði kjötbollur í káli með bráðnuðu smjöri...mmmm!


* Kjötbollur í brúnni sósu með sultu og kartöflumús...mmmm!!!!

Comments:
Góða ferð norður...hum...tékkaðu á Amy Mann og Eliott Smith...það væri eitthvað fyrir þig...annars er Páll Óskar alltaf góður
 
ohhh, ég hefði verið til í kjötbollurnar hjá mömmu þinni... hljómaði rosalega vel *slurp*
 
Tékkaðu á Erykah Badu - hún er geðveikur töffari og ég vildi að ég hefði heyrt í henni fyrr... Góða ferð norður!
 
"the killers" eru náttúrulega snillingar sem þú myndir ábyggilega hafa gaman af... svo gætirðu kíkt á "the juliana theory" eða jafnvel "the get up kids"...
 
Antony and the Johsons er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana - angurværð á háu stigi :)
 
Mæli með Eyvöru Páls, hún er algjör snillingur og ég finn mig rosalega vel í tónlistinni hennar, og Alicia Keys er sömuleiðis séní!
Knúzzzz
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?