Tuesday, August 02, 2005

Af lífsins lystisemdum

Þá er maður komin aftur frá Akureyri.

Mikið væri fínt að geta fengið góða vel borgandi vinnu fyrir norðan á sumrin. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem hér verða taldar upp.

- Alltaf gott veður

- Stinnur rass sökum þess hve allt er mikið uppí móti

-Falleg blóm og fallegir garðar fyrir framan falleg hús

-Læra Norðlenskuna

-Brynjuísinn....mmmm namminamm

Finnst að Rvkingar ættu að leggja meiri metnað í útlit og hönnun fallegra garða. Fyrir framan Sigurhæðir, híbýli Matthíasar Jochumsonar er alveg ofboðslega falleg brekka með stórum fallegum fossi af mannavöldum, miklum gróðri í fallegum trébeðum og tréstigi upp að húsinu. Er heilluð af bænum.


Geri eina athugasemd: Fjölskylduhátíðin á Akureyri ber ekki nafn með rentu enda lítið um fjölskyldufólk og töluvert meira um fulla unglinga. Við forðuðumst miðbæ Ak. eftir fremsta megni, einungis farið þangað til að sjá Hjálma á Ráðhústorginu sem var alveg frábært. En þar voru sumé einungis unglingar af öllum stærðum og gerðum en yfirleitt eins klædd. Get ekki talið fjölda þeirra stúlkna sem framhjá mér gengu í diesel gallabuxum og í svörtum stígvélum utan yfir buxurnar. Ótrúlegt. Svo eru allir búnir að kaupa sér þessi lituðu bönd sem lýsa yfir einhverjum merkilegum hlutum eins og "hættu að reykja" eða álíka merkingarfullum skilaboðum.


Félagsskapurinn var góður, gin í magic er ekki slæmt, lystigarðurinn á Akureyri er frábær og við kunnum VR hinar bestu þakkir fyrir híbýlin!

Comments:
Elsku ljúfan mín. Ég bet ekki beðið eftir þeim degi sem ég get farið að djamma á ný. Þá vil ég panta kvöldið með þér. Ertu geim?
 
Mín kæra

Ekki veit ég betri djammfélaga þannig að þú nefnir daginn og ég verð þar. Verð búin að brynja mig með hinum ýmsu áfengu drykkjum.
 
Þú ert snillingur og ekkert annað!!!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?