Friday, August 19, 2005
Brúðarkjóllinn góði
London 1997:
Tvær ungar stúlkur frá Íslandi fá leyfi frá foreldrunum í einn dag og því margt um uppátækin. Stefnan var fyrst tekin í local súpermarkað. Þar var keyptur Hooch sem þá var leiðandi tegund í áfengum gosdrykkjum. Til að festa kaup á veigunum þurfti önnur stúlkan að framvísa skilríkjum. Hentugt var að mistök voru gerð í nemendaskírteini hennar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hún því stíluð árinu eldri en hún í raun var. Við tóku útskýringar fyrir afgreiðslustúlkuna á íslenskum kennitölum sem hún gafst upp á og sendi okkur út með drykkjarföngin góðu. Þær voru komnar svo gott sem að Hyde Park þegar örvæntingin settist yfir þær....mjöðurinn var til staðar, en engin leið til að opna hann því til þess þurftu þær upptakara. Örvæntingarfull leit hófst því, ýmsir stoppaðir sem urðu á vegi þeirra sem frekar fylltust ótta ef eitthvað var og hröðuðu sér framhjá þeim. Á endanum fundu þær verslun og gátu opnað mjöðinn dýrmæta. Ein flaska á mann innbyrt í Hyde Park sem hafði veruleg áhrif á þessar ungu stúlkur. Spurningin var hvað ætti eiginlega að gera við sig í þessu frelsi. Stefnan tekin á Marks og Spencer á Oxford. Þar rötuðu þær í brúðardeildina. Flissandi skoða þær kjólana en fá svo frábæra hugdettu.....afhverju ekki að máta einn kjól. Önnur hoppar inní klefann og skellir sér í magnaðan kjól. Þegar að hin ætlar að smella af mynd er hún stoppuð af afgreiðslukonunni enda bannað að taka myndir af fatnaðinum. Sú í kjólnum þykist þá bresta í grát, enda sé erindið að taka mynd fyrir veika móður heima á Íslandi svo að hún geti aðstoðað við valið á kjólnum fyrir dótturina þó að hún sé langt undan. Ekki er víst hvort konan keypti söguna en myndina fengu þær að taka.
Eftir þetta sneru þær aftur til foreldra annarrar, sáttar með sitt!
Sylvía klúðraði þessu svo því hún týndi myndinni. Ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið enda litum við út eins og freðhausar þegar að við ultum aftur út á Oxford með myndina góðu festa á filmu!
En sumsé, við munum þurfa að heimsækja þau aftur til að ná annarri mynd!
Tvær ungar stúlkur frá Íslandi fá leyfi frá foreldrunum í einn dag og því margt um uppátækin. Stefnan var fyrst tekin í local súpermarkað. Þar var keyptur Hooch sem þá var leiðandi tegund í áfengum gosdrykkjum. Til að festa kaup á veigunum þurfti önnur stúlkan að framvísa skilríkjum. Hentugt var að mistök voru gerð í nemendaskírteini hennar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hún því stíluð árinu eldri en hún í raun var. Við tóku útskýringar fyrir afgreiðslustúlkuna á íslenskum kennitölum sem hún gafst upp á og sendi okkur út með drykkjarföngin góðu. Þær voru komnar svo gott sem að Hyde Park þegar örvæntingin settist yfir þær....mjöðurinn var til staðar, en engin leið til að opna hann því til þess þurftu þær upptakara. Örvæntingarfull leit hófst því, ýmsir stoppaðir sem urðu á vegi þeirra sem frekar fylltust ótta ef eitthvað var og hröðuðu sér framhjá þeim. Á endanum fundu þær verslun og gátu opnað mjöðinn dýrmæta. Ein flaska á mann innbyrt í Hyde Park sem hafði veruleg áhrif á þessar ungu stúlkur. Spurningin var hvað ætti eiginlega að gera við sig í þessu frelsi. Stefnan tekin á Marks og Spencer á Oxford. Þar rötuðu þær í brúðardeildina. Flissandi skoða þær kjólana en fá svo frábæra hugdettu.....afhverju ekki að máta einn kjól. Önnur hoppar inní klefann og skellir sér í magnaðan kjól. Þegar að hin ætlar að smella af mynd er hún stoppuð af afgreiðslukonunni enda bannað að taka myndir af fatnaðinum. Sú í kjólnum þykist þá bresta í grát, enda sé erindið að taka mynd fyrir veika móður heima á Íslandi svo að hún geti aðstoðað við valið á kjólnum fyrir dótturina þó að hún sé langt undan. Ekki er víst hvort konan keypti söguna en myndina fengu þær að taka.
Eftir þetta sneru þær aftur til foreldra annarrar, sáttar með sitt!
Sylvía klúðraði þessu svo því hún týndi myndinni. Ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið enda litum við út eins og freðhausar þegar að við ultum aftur út á Oxford með myndina góðu festa á filmu!
En sumsé, við munum þurfa að heimsækja þau aftur til að ná annarri mynd!
Comments:
<< Home
HAHAHAHHAHAHA... ég pissaði næstum í mig... Gvuð hvað þetta var gaman. Ég er ennþá að brjáluð út í sjálfan mig fyrir að týna filmunni...
Post a Comment
<< Home
Click Here