Friday, August 12, 2005
Fengið mig fullsadda af STEF og SMÁÍS
Bréf sem ég sendi á SMÁÍS í dag. Hringdi þangað líka í gær enda hef ég algjörlega fengið nóg af þessum fasistum sem þykjast öllu ráða og ekki græða nóg á grandalausum Íslendingum. Hvet ykkur öll til að senda tölvupóst á smais@smais.is og segja ykkar skoðun!
Bréfið:
Í kjölfar á miður áhugaverðu símtali mínu við SMÁÍS sendi ég nú til ykkar frétt af mbl.is þar sem þið getið lesið ykkur til fróðleiks um efasemdir neytendasamtakanna um réttmæti aðgerða ykkar.
Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Smáís og Sky hafi lagalegar heimildir til aðgerða af þessu tagi. Ljóst er að með þessum aðgerðum er mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu (þar á meðal enska boltann) á hærra verði en þau þurfa nú að geral og líta Neytendasamtökin það alvarlegum augum. Neytendasamtökin minna á að með þessu er dregið úr samkeppni og þjónustu við íslenska neytendur. Neytendasamtökin efast um lagalegar heimildir fyrir aðgerð sem þessari og telja því nauðsynlegt að kanna lögmæti þeirra. Neytendasamtökin leggja áherslu á að hægt verði að ljúka þessari athugun sem fyrst.“
Einnig langar mig að koma einni ábendingu á framfæri sem mér var ekki gefinn kostur á að koma á framfæri í gær sökum mikils virðingarleysis þess sem fyrir svörum varð í gær, Hallgríms.
Hvað með hag þeirra sem búa utan útsendingasvæðis sjónvarpsstöðva á Íslandi eða þeirra sem ekki hafa aðgang að t.a.m. Breiðbandinu? Hvers eiga þeir að gjalda. Sem dæmi má nefna fólk sem býr við Skorradalsvatn en þar næst hvorki RÚV né nokkur önnur íslensk sjónvarpsstöð. Því þarf að horfa á sjónvarp í gegnum gervihnött.
Hvað leggur SMÁÍS til fyrir þetta fólk? Hvað eiga þau að gera? Getið þið boðið þessu fólki upp á einhverja leið til að nálgast sjónvarpsefni eða eiga þau að líða fyrir það að einhver Magnús fór í mikilmennskubrjálæði að gera athugasemdir við erlent fyrirtæki sem býður upp á þjónustu sem þeir geta ekki sjálfir boðið uppá?
Einnig ítreka ég þá skoðun mína sem er að mínu mati almenn skoðun: SMÁÍS er ekki sjálfskipuð lögregla á Íslandi og ætti því að velja að fara eftir hefðbundnum leiðum eins og aðrir þurfa að nota en ekki hafa í hótunum við SKY. Heyrst hefur að ástæða þessara aðgerða sé sú að einn af eigendum S1 hafi fengið sér SKY sem varð svo valdur að þessum “drastísku” aðgerðum SMÁÍS. Fram að því höfðuð þið yfir engu að kvarta og höfðuð enga skoðun á þessu enda hafa gervihnettir tíðkast hér lengi. Því má álykta að þetta tengist nýfengnum rétti S1 á Enska boltanum og þeirra hagsmunum í tengslum við það. Ef þetta á að vera niðurstaðana, vill ég frekar sjá boltann hjá Stöð 2 sem ekki gerði veður út af þessum hnöttum hjá fólki sem nær hvort eð er ekki útsendingum þeirra.
Einnig sé ég ástæðu til að benda á það að engar forsendur eru fyrir þessum aðgerðum enda hefur engin sjónvarpsstöð á Íslandi beðið álitshnekki né tapað nokkru fé á því að fólk sé með hnettina. Stöð 2 er t.d. í miklum blóma, auglýsingatekjur hjá þeim alltaf að aukast og þeir með mikið áhorf. S1 hefur aldrei fram að þessu þurft að kvarta nokkuð enda allt gengið alveg stormandi vel hjá þeim og óhætt að segja að útsendingartími auglýsinga sem ansi há prósenta af öllu útsendu efni sökum vinsælda hjá þeim. Nægur gróði þótti greinilega á þessum markaði til að ástæða þótti til að opna nýja sjónvarpsstöð sem fór í loftið fyrir skömmu síðan.
Að lokum vil ég nefna að ég er ekki sjálf áskrifandi að SKY og því er ekki um persónulegan málarekstur að ræða heldu eingöngu málefnalegan.
Kveðja,
Sif Jóhannsdóttir
Bréfið:
Í kjölfar á miður áhugaverðu símtali mínu við SMÁÍS sendi ég nú til ykkar frétt af mbl.is þar sem þið getið lesið ykkur til fróðleiks um efasemdir neytendasamtakanna um réttmæti aðgerða ykkar.
Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Smáís og Sky hafi lagalegar heimildir til aðgerða af þessu tagi. Ljóst er að með þessum aðgerðum er mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu (þar á meðal enska boltann) á hærra verði en þau þurfa nú að geral og líta Neytendasamtökin það alvarlegum augum. Neytendasamtökin minna á að með þessu er dregið úr samkeppni og þjónustu við íslenska neytendur. Neytendasamtökin efast um lagalegar heimildir fyrir aðgerð sem þessari og telja því nauðsynlegt að kanna lögmæti þeirra. Neytendasamtökin leggja áherslu á að hægt verði að ljúka þessari athugun sem fyrst.“
Einnig langar mig að koma einni ábendingu á framfæri sem mér var ekki gefinn kostur á að koma á framfæri í gær sökum mikils virðingarleysis þess sem fyrir svörum varð í gær, Hallgríms.
Hvað með hag þeirra sem búa utan útsendingasvæðis sjónvarpsstöðva á Íslandi eða þeirra sem ekki hafa aðgang að t.a.m. Breiðbandinu? Hvers eiga þeir að gjalda. Sem dæmi má nefna fólk sem býr við Skorradalsvatn en þar næst hvorki RÚV né nokkur önnur íslensk sjónvarpsstöð. Því þarf að horfa á sjónvarp í gegnum gervihnött.
Hvað leggur SMÁÍS til fyrir þetta fólk? Hvað eiga þau að gera? Getið þið boðið þessu fólki upp á einhverja leið til að nálgast sjónvarpsefni eða eiga þau að líða fyrir það að einhver Magnús fór í mikilmennskubrjálæði að gera athugasemdir við erlent fyrirtæki sem býður upp á þjónustu sem þeir geta ekki sjálfir boðið uppá?
Einnig ítreka ég þá skoðun mína sem er að mínu mati almenn skoðun: SMÁÍS er ekki sjálfskipuð lögregla á Íslandi og ætti því að velja að fara eftir hefðbundnum leiðum eins og aðrir þurfa að nota en ekki hafa í hótunum við SKY. Heyrst hefur að ástæða þessara aðgerða sé sú að einn af eigendum S1 hafi fengið sér SKY sem varð svo valdur að þessum “drastísku” aðgerðum SMÁÍS. Fram að því höfðuð þið yfir engu að kvarta og höfðuð enga skoðun á þessu enda hafa gervihnettir tíðkast hér lengi. Því má álykta að þetta tengist nýfengnum rétti S1 á Enska boltanum og þeirra hagsmunum í tengslum við það. Ef þetta á að vera niðurstaðana, vill ég frekar sjá boltann hjá Stöð 2 sem ekki gerði veður út af þessum hnöttum hjá fólki sem nær hvort eð er ekki útsendingum þeirra.
Einnig sé ég ástæðu til að benda á það að engar forsendur eru fyrir þessum aðgerðum enda hefur engin sjónvarpsstöð á Íslandi beðið álitshnekki né tapað nokkru fé á því að fólk sé með hnettina. Stöð 2 er t.d. í miklum blóma, auglýsingatekjur hjá þeim alltaf að aukast og þeir með mikið áhorf. S1 hefur aldrei fram að þessu þurft að kvarta nokkuð enda allt gengið alveg stormandi vel hjá þeim og óhætt að segja að útsendingartími auglýsinga sem ansi há prósenta af öllu útsendu efni sökum vinsælda hjá þeim. Nægur gróði þótti greinilega á þessum markaði til að ástæða þótti til að opna nýja sjónvarpsstöð sem fór í loftið fyrir skömmu síðan.
Að lokum vil ég nefna að ég er ekki sjálf áskrifandi að SKY og því er ekki um persónulegan málarekstur að ræða heldu eingöngu málefnalegan.
Kveðja,
Sif Jóhannsdóttir
Click Here