Wednesday, August 31, 2005

Held að margir séu ósammála!



Einhvernveginn held ég að þeir sem hafi upplifað Hiroshima taki þessu sem eilítilli móðgun við þær hörmungar sem áttu sér þar stað! Það er einhvernveginn þannig að það er alltaf allt stærst, mest, flottast eða hræðilegast sem á sér stað í US of A. Við hin megum okkar einskis við hlið hörmunganna hjá þeim. Þannig munum við aldrei fá að gleyma 911 en við eigum helst að gleyma innrásum þeirra tvist og bast um heiminn og stormurinn í US of A tekur 100 manns sem er jafngildi Hiroshima í þeirra augum þar sem guð má vita hve mörg þúsund létu lífið og þetta veldur enn dauða í dag, tugum ára síðar. En auðvitað er þetta alveg sambærilegt ekki satt?


Ekki misskilja mig, ég finn til með þessu fólki en það fer bara í taugarnar á mér hvað allt verður dramatískt í höndunum á þeim. Kannski ég sendi honum kvörtunarbréf en það er aðal brandarinn í familíunni núna að ég kvarti og kveini yfir öllu!

Blogga minna, vinna meira.

Comments:
fox sjónvarpsstöðin er búin að vera að líkja þessu við Tsuanmi hamfarirnar sem voru í Asíu um jólin...

það er með ólíkindum hvað kaninn getur gert mikið úr sjálfum sér...
með fullri virðingu fyrir öllu því tjóni sem Katrín hefur valdið, þá er þetta ekkert í líkingu við það sem íbúar Taílands (t.d.) þurftu að upplifa á síðasta ári... ekkert.
 
Nákvæmlega
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?