Thursday, August 11, 2005
La vita e bella
Hamingjuóskir til Ásdísar sem eignaðist myndarlegan strák í gærkvöldi! Hlakka til að hitta hann!
Um helgina verður farið í Skorradalinn. Við ætlum sennilega bara tvö ein, ég og kallinn. Líst nokkuð vel á það. Foreldrarnir skelltu sér nefninlega til Parísar með Terra Nova. Stefni á að sækja mat til Yndisauka og hafa með mér þarna uppeftir. Alltaf dásamlegt að gæða sér á því sem þau bjóða uppá þar.
Fékk nett panic kast áðan þegar að ég var beðin um að vera í útvarpsviðtali og varpaði því yfir á aðra manneskju....treysti mér einhvernveginn ekki í það. Stafar sennilega af komplexum sem ég hef frá því ég var lítil...Ég og Herborg tókum upp marga útvarpsþætti í gamla kassettutækinu mínu og þegar að ég heyrði það, þá fannst mér röddin mín hljóma svo asnalega. Þurfti að taka upp á slíka kassettu í vetur vegna skólans og ég horfði vandræðalega á kennarann þegar hún skilaði annars ágætri umsögn og beið eftir athugasemd um fáránleika raddar minnar. Æj, það er erfitt að vera kona. Komplexarnir koma úr svo mörgum áttum. Til margra ára neitaði ég að ganga um með hring enda fannst mér það draga athygli að mínum hryllilega afskræmdu stubbóttu puttum.
En sumsé, rödd minni er óhætt, það verður einhver annar en ég sem spjallar um bækur á sunnudagsmorguninn!
Um helgina verður farið í Skorradalinn. Við ætlum sennilega bara tvö ein, ég og kallinn. Líst nokkuð vel á það. Foreldrarnir skelltu sér nefninlega til Parísar með Terra Nova. Stefni á að sækja mat til Yndisauka og hafa með mér þarna uppeftir. Alltaf dásamlegt að gæða sér á því sem þau bjóða uppá þar.
Fékk nett panic kast áðan þegar að ég var beðin um að vera í útvarpsviðtali og varpaði því yfir á aðra manneskju....treysti mér einhvernveginn ekki í það. Stafar sennilega af komplexum sem ég hef frá því ég var lítil...Ég og Herborg tókum upp marga útvarpsþætti í gamla kassettutækinu mínu og þegar að ég heyrði það, þá fannst mér röddin mín hljóma svo asnalega. Þurfti að taka upp á slíka kassettu í vetur vegna skólans og ég horfði vandræðalega á kennarann þegar hún skilaði annars ágætri umsögn og beið eftir athugasemd um fáránleika raddar minnar. Æj, það er erfitt að vera kona. Komplexarnir koma úr svo mörgum áttum. Til margra ára neitaði ég að ganga um með hring enda fannst mér það draga athygli að mínum hryllilega afskræmdu stubbóttu puttum.
En sumsé, rödd minni er óhætt, það verður einhver annar en ég sem spjallar um bækur á sunnudagsmorguninn!
Comments:
<< Home
Manni finnst manns eigin rödd alltaf hljóma illa. En ég get fullvissað þig um að það finnst engum nema þér neitt slæmt við þig. Evríboddí lovs jú beibí :)
Post a Comment
<< Home
Click Here