Tuesday, August 23, 2005
Menningarnótt
Upplifði mína fyrstu alvöru menningarnótt þar sem ég hef ýmist verið erlendis eða úti á landi þegar að nóttin góða hefur átt sér stað.
Fannst þetta ágætis upplifun og náði að gera þó nokkra hluti. Byrjaði á því að heyra fallegt lag spilað á kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju. Rölti svo á markað á Vitastígnum og fjárfesti í notuðum en afar glæsilegum Puma skóm sem eru silfurlitaðir og rauðir. Svo var laugarvegurinn tekinn eins og hann lagði sig áður en ég hitti Arnar á Vegamótum og fékk mér humarsúpuna þar og borgaði 100 kr meira fyrir hana en annars gildir á hefðbundnum degi. Svo var rölt víðar um bæinn, kíkt í Tólf tóna og staðan tekin þar. Búðin virkaði reyndar hálftóm sem er vel mögulegt þar sem það var 50% afsláttur af öllu. Svo var lífrænn markaður fyrir framan Yggdrasil svo ég verslaði aðeins þar. Svo brunuðum við á tónleika með Ragnheiði Gröndal í Íslenskri erfðagreiningu og það var alveg frábært fyrir utan grenjandi börn sem voru höfð í salnum þrátt fyrir garg og gól ( hef heitið því að verða mun tillitsamari foreldri). Svo var farið heim og tekin smá kría áður en við fórum á Galíleó með Boga og Mæju. Það var mjög gaman þar, frábær matur og góður félagsskapur. Svo héldum við í átt að tjörninni til að horfa á flugeldana sem bogi sagði að væru þar...kemur í ljós að hann hefur ekki farið á menningarnótt lengi þannig að við ákváðum að sleppa því og fórum beint á bláa barinn og glottum þegar að rigningin byrjaði. Sátum þar frameftir og fórum svo heim með leigara án nokkurra vandkvæða enda ég mjög úrræðagóð!
Svo er minns bara lasinn hérna heima með einhverja kvefpest sem Arnar vildi endilega deila með mér. Í fyrsta skipti síðan við byrjuðum saman erum við actualt bæði veik á sama tíma sem er huggun því að það er þó eftir allt þannig að Misery loves company!
Við erum sem betur fer nýbúin að uppgötva West Wing og erum næstum búin með fyrstu seríuna. Ég er bara merkilega ánægð með þennan forseta enda á hann ekki margt sameiginlegt með forseta USA í raunveruleikanum. Þættirnir eru líka rosalega mannlegir finnst mér!
Fór á leynifund um daginn og komst að því að ég er uppfull af hroka og finnst það fínt....held að það segi meira um mig en mannskapinn þar en mér fannst allir hljóma eins og rispuð plata sem maður hefur heyrt of oft. Spurning hvenær ég hef mig í að heimsækja þá aftur...gæti líka verið ráð að finna annan leynifund....!
Fannst þetta ágætis upplifun og náði að gera þó nokkra hluti. Byrjaði á því að heyra fallegt lag spilað á kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju. Rölti svo á markað á Vitastígnum og fjárfesti í notuðum en afar glæsilegum Puma skóm sem eru silfurlitaðir og rauðir. Svo var laugarvegurinn tekinn eins og hann lagði sig áður en ég hitti Arnar á Vegamótum og fékk mér humarsúpuna þar og borgaði 100 kr meira fyrir hana en annars gildir á hefðbundnum degi. Svo var rölt víðar um bæinn, kíkt í Tólf tóna og staðan tekin þar. Búðin virkaði reyndar hálftóm sem er vel mögulegt þar sem það var 50% afsláttur af öllu. Svo var lífrænn markaður fyrir framan Yggdrasil svo ég verslaði aðeins þar. Svo brunuðum við á tónleika með Ragnheiði Gröndal í Íslenskri erfðagreiningu og það var alveg frábært fyrir utan grenjandi börn sem voru höfð í salnum þrátt fyrir garg og gól ( hef heitið því að verða mun tillitsamari foreldri). Svo var farið heim og tekin smá kría áður en við fórum á Galíleó með Boga og Mæju. Það var mjög gaman þar, frábær matur og góður félagsskapur. Svo héldum við í átt að tjörninni til að horfa á flugeldana sem bogi sagði að væru þar...kemur í ljós að hann hefur ekki farið á menningarnótt lengi þannig að við ákváðum að sleppa því og fórum beint á bláa barinn og glottum þegar að rigningin byrjaði. Sátum þar frameftir og fórum svo heim með leigara án nokkurra vandkvæða enda ég mjög úrræðagóð!
Svo er minns bara lasinn hérna heima með einhverja kvefpest sem Arnar vildi endilega deila með mér. Í fyrsta skipti síðan við byrjuðum saman erum við actualt bæði veik á sama tíma sem er huggun því að það er þó eftir allt þannig að Misery loves company!
Við erum sem betur fer nýbúin að uppgötva West Wing og erum næstum búin með fyrstu seríuna. Ég er bara merkilega ánægð með þennan forseta enda á hann ekki margt sameiginlegt með forseta USA í raunveruleikanum. Þættirnir eru líka rosalega mannlegir finnst mér!
Fór á leynifund um daginn og komst að því að ég er uppfull af hroka og finnst það fínt....held að það segi meira um mig en mannskapinn þar en mér fannst allir hljóma eins og rispuð plata sem maður hefur heyrt of oft. Spurning hvenær ég hef mig í að heimsækja þá aftur...gæti líka verið ráð að finna annan leynifund....!
Comments:
<< Home
já west wing þættirnir eru algjör snilld... er hálfnaður með 5.seríuna...
ótrúlegt að höfundur þáttana er ekki nema 6 árum eldri en ég...
svo eru samtölin svo mikil snilld...
Post a Comment
ótrúlegt að höfundur þáttana er ekki nema 6 árum eldri en ég...
svo eru samtölin svo mikil snilld...
<< Home
Click Here