Friday, August 26, 2005

Uppskeran

Sendi langt kvörtunarbréf á Hressó eftir lélega þjónustu á Menningarnótt. Eftir að Drífa mín hætti störfum þar þá er þjónustan þar hryllileg og altöluð fyrir að vera það út um allan bæ. En umfram það, þá var þjónustumaðurinn með stæla og ekki með afsökunarbeiðni eins og venja er þegar fólk kvartar. Fékk símtal frá eigandanum en hann var með afsökunarbeiðnina á hreinu og gaf mér inneign. Heyrði bara ekki alveg hvað hún var uppá mikið en held að hann hafi annaðhvort sagt 4.000 eða 7.000. Hvort heldur sem er, held að það verði ekki notað í mat en hugsanlega frekar í einhverja áfenga drykki næst þegar leið manns liggur niður í bæ. Fallega gert af honum engu að síður.


Vikan fór í lasleika og þeim mun meira af West Wing sem ég kemst ekki yfir. Frábærir þættir og leikararnir eru allir ótrúlega góðir. Skil ekki hvernig ég gat látið þetta fram hjá mér fara enda sjónvarpsnörd með meiru. En bara betra því nú á ég 6 seríur til að horfa á, eða átti það, kláraði eina og hálfa í lasleikanum. Í kvöld stefnum við á maraþon sem er ekkert nema jákvætt! Arnar er að baka sína víðfrægu pizzu og ég búin að gera kósý inni í stofu á meðan, kveikja á kertum og svona. Þetta er fyrsta helgin í ansi langan tíma þar sem nákvæmlega ekkert er á dagskrá en þarf samt að vinna aðeins.


Ætla að sækja um skilnað frá Laugum. Bera við óleysanlegum ágreiningi. Í fyrsta lagi er þjónustan þar ömurleg og í öðru lagi kunna þau muninn á réttu og röngu en kjósa samt að fara ekki eftir því. Bjössi World Class ( sem er btw lesblindasti maður sem ég hef fengið póst frá) sagði í blaðaviðtali að hann hefði vitað að það væri ólöglegt að setja upp þessa myndavél en samt gert það því hann hafði ekki tíma til að bíða eftir leyfi frá dómara. Frábærir viðskiptahættir og enn betra að enginn geri neitt í málinu og þjófurinn sem náðist á teip ætlar auðvitað ekki að kæra enda engin ástæða til að draga sjálfan sig fram í dagsljósið. Ég sendi Bjössa í WorldClass kvörtun um daginn út af starfsfólkinu hans sem virkar heiladauðara en allt heiladautt þó ég efist um að það geti hreinlega verið raunin. Hann var svo elskulegur að senda mér svar í tölvupósti þar sem hann lofaði bót og betrun sem var svo sem ágætt að því undaskildu að þetta var algjörlega ólesandi og hægt að hafa efasemdir um að hann sé í raun mælandi á íslensku. Ekki þar fyrir, maðurinn er auðvitað lesblindur, en er ekki ákveðinn standard sem maður setur þegar maður rekur fyrirtæki og myndi maður í hans stöðu ekki láta annan um að skrifa eftir sér eða láta villulesa skilaboð sem hann sendir frá sér sem forsvari stórs fyrirtækis? Hvernig myndi fólk taka því ef Björgúlfur skrifaði svona setningar: "Þessi ábending með handklæðin er mjög góð og hefur þessu þegar vrið breitt,þetta hafði ekkert með það að gera hver kaupir handklæðin bara eitthvað hugsunarleysi.
Varðandi lásana þá láuðum við alltaf lása fyrir staka tíma og vóu þeir úr sömu körfu og sölu lásarnir þannig að við vorum ekki að selja lása sem viðskipta vinir gleimdu.
Núna erum við með sér merta lása í útlán, þannig að það eiga ekki að vera notaðir lásar til sölu"
Í þriðja lagi sá ég hann hjá Sylvíu Nótt þar sem hann sagði að fólk kæmi til hans af því það væri ljótt og það vildi verða fallegt. Svo benti hann á tvær eldri konur sem voru kannski ekki í frábæru formi og sagði "þessar eru augljóslega nýkomnar".

Þar sem ég er ekki froðuheili, þá finnast mér þessir viðskiptahættir aðeins fyrir neðan mínar persónulegu hellur og langar að komast undan þessari ársáskrift sem 4 mánuðir eru eftir af.


Þetta skrifar örg húsmóðir í Vesturbænum.

Comments:
ertu flutt í vestubæinn?
 
nei, þetta er bara svo týpískt svona tuð sem birtist á öldum ljósvakamiðla og er undirritað af húsmóður í vesturbænum :)
 
bara fara til lindupé í þrekhúsið:) þar eru engir stælar og engin loforð!
 
Ertu ekki að eeeeeeelska west wing? Uppuppuppuppáhaldssjónvarpsefnið mitt ever og Josh Lyman er sex god!

Koddu í Hreyfingu :)
 
West Wing er algjör snilld enda höfum við setið límd við skjáinn, búin með tvær seríur og byrjuð á þeirri þriðju.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?