Wednesday, August 10, 2005
Yes Minister
Hringdi í Menntamálaráðuneyti áðan vegna vinnutengdra efna. Spurði þessarar spurningar eftir að hafa kynnt mig og sagt hvaðan ég hringdi: "gæti ég fengið tölvupóst hjá Menntamálaráðherra, henni Þorgerði" og fékk þetta svar: "hún ber fullt nafn: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hvað viltu henni". Eftir útskýringar mínar gat ég ekki fengið tölvupóst hjá háttvirtri Þorgerði Katrínu heldur einhverjum sem titlaður er sérfræðingur á heimasíðu hennar. Þetta er þjóðkjörni leiðtogi okkar í menningar og menntamálum sem að öllum líkindum vill þá endurvekja þá gömlu hefð að þéra fólk ( en bara háttsett fólk, við almúginn skulum þúuð!). Ef hún vill sífellt láta ávarpa sig með fullu nafni tel ég skynsamlegast að stytta nafnið um ansi mörg atkvæði....kannski jafnmörg atkvæði og í Davíð Oddson. Týpísk minnimáttarkennd hjá kvenkyns ráðherra! Ég hélt að þetta fólk væri okkar fólk, kosið og kjörið af okkur og jafnt okkur. Áttaði mig ekki á því að það þyrfti að ávarpa hana eftir einhverjum hefðum og siðum enda er ég mjög á móti öllu slíku og hef til að mynda eytt löngum stundum í að hneykslast á þérunar/þúunar complexum Frakka. Það var ekki eins og ég hefði hringt og spurt " er Tobba heima?".
Click Here