Friday, September 09, 2005

Dagur að kveldi kominn!

Eða öllu heldur, vikan er að verða búin. Finnst eins og ég hafi ekki klárað heila hugsun vegna anna, alltof mikið í gangi í þessi heilaskrímsli. Fegin að þessi fyrsta vika er búin, nú fer maður að venjast betur þessu álagi og geta komið á þetta einhverju almennilegu skipulagi.

Skólinn lítur ágætlega út þó vissulega verði þetta strembið ár. Uppgötvaði að ég á inni 11 einingar sem geta nýst mér í BA einingafjöldann ( gamalt ferðamálafræðidót ) en á í miklum innri deilum um það hvort ég vilji það því einkunnirnar voru svo hryllilega slæmar og langt fyrir neðan mínar hellur.

Fékk hrós frá frönskum kennara um að ég tali án hreims....finnst alltaf gott að heyra þetta því það var jú draumur lítillar stúlku í Vesturbænum: Alltíeinu kviknaði þetta í hausnum á mér, " Ég ætla að tala frönsku eins og innfæddur". Hef ekki getað neglt það niður hvaðan þessi della kom en hún hefur haldist með mér sem er meira en segja má um margt.

Er úrvinda á sál og líkama, finnst eins og ég sé tóm að innan, en þetta er ekki allt búið því í kvöld er Nýnemakvöldið okkar og þar með er Gallíu projectinu ýtt af stað þessa haustönnina.

Hommsan er komin til landsins, með hvítt hárband og hommsutakta fyrir alla peningana.

Er að hugsa um að fá mér aðra vinnu með skólanum til að græða enn meiri pening. Svo glottir Dabbi svín til mín af forsíðum blaðanna, 570 þús króna launahækkun fyrir að minnka vinnuálagið sitt og fá sér aumingjastarfið í Seðlabankanum. Ef hann gæti hent í mig eins og 20 þús kalli á mánuði væri það glæsilegt. Best að senda honum kvörtunarbréf! Það var æskudraumur eitt sinn í mikilli bræði að binda endi á líf hans. Ég hafði hann nefninlega ( ranglega NB) fyrir sök um að vera í sífellu að drepa endur með þessari helv. ráðhúsbyggingu ofaní tjörninni. Labbaði heim til hans með hótunarbréf sem ég klippti í bíómyndastíl út úr dagblöðum, stafi og orð, og límdi saman í einhverja ómerkilega hótun. Heyrði þó aldrei meir af því, ætli löggan sé að leita að mér? Man að hann átti eitthvað geltandi hundspott sem hræddi úr mér líftóruna.....kannski át hann bréfið?

Hef ávallt verið fyrir það að láta í mér heyra ef ég er ósátt og þetta var bara einn liður í því...kannski samt fullmikið drama?

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?