Wednesday, September 21, 2005
Þegar þú í draumum mínum birtist....

Einbeitingaskortur að hrjá mig þessa dagana. Er svo langt á undan mér að það er engu lagi líkt.
Ég er stödd einhversstaðar í París þessa dagana. Ekki vegna þess að ég er að fara þangað í stutt stopp innan skamms heldur meira vegna þess að ég ætla að búa þar vonandi í eitt ár sem Erasmus nemi og taka Hr. Sif með mér. Hefur hugsanlega eitthvað með það að gera að á mánudaginn fóru þangað þrjár fagrar meyjar sem eru með mér í frönskunni. Hugsa til þeirra með öfund því um þessar mundir eru þær fastar í fögru Frakklands pappíra flóði og búrocratiu sem hljómar svo rómantísk í mínum eyrum vegna þess að hún er eitthvað sem er týpískt franskt.
Nýtt í fréttum: Hef ákveðið að gerast tungumálafrömuður mikill og hygg á að taka annaðhvort BA í rómönskum málum nú eða bara skella mér í spænskuna til 60 ein líka. Get samt ekki alveg ákveðið mig, hef áhyggjur af spænskukunnáttu minni því að ef hún byrjar eitthvað í líkingu við frönskuna, þá verður maður að kunna slatta. Stefni á að taka sjálfsnám í spænsku á næstu önn og svo meira í Frakklandi og sjá svo hvað setur. Þessi ákvörðun var tekin eftir að ég uppgötvaði að Spánverjar eru vart mælandi á enskri tungu. Hringdi vinnusímtal til Spánar um daginn og grenjaði úr hlátri þegar ég var send frá einum til annars vegna þess að þau gátu ekki gefið mér upp símanúmer hjá eina gaurnum sem talaði ensku. Loks með minni menntaskólaspænsku og þeirra leikskóla ensku kröfsuðum við okkur út úr þessu "yes nuevo one siete". Hringdi í þennan meistara sem talaði ensku til þess eins að komast að því að hann var litlu skárri " and I say thank you very much to you also" með spænska hreimnum og áherslunum. Snilld. En sumsé, best að fara að dusta rykið af spænskunni sem frú Túliníus barðist hart fyrir að troða þar inn. Einu sinni var ég töluvert betri í spænsku en frönsku!
Adios, hasta luego og allt hitt
og
Klukk...
Skrifaðu fimm staðreyndir um sjálfa þig á blogginu.
(Bið að heilsa Hr. Sif)
flissi fliss
<< Home
Click Here
