Tuesday, September 06, 2005
Ég geng nú Menntaveginn
Skólinn byrjaður aftur og heilasellurnar í startholunum. Fannst þó heldur hart lagt að mér í gær þegar ég sat í tímum frá 13 - 18.45. Þar var ekki tekið hljóðlega að stað af mínu mati heldur ansi harkalega. Er í bókmenntakúrs miklum sem fjaldar um miðaldabókmenntir og fram til 17. aldar en þó bara franskar. Bækurnar eru þykkar skruddur á erlendu tungumáli og vekja mikinn ótta hjá undirritaðri. Mun þó ekki síðar en í kvöld stíga inní óttann, opna eina þeirra, vel vopnuð blýanti einum og stórri orðabók. Mun hún leiða mig áfram í gegnum verkið og vonandi auka skilning minn til muna.
Stóð í dag frammi fyrir nýnemum sem eru eins og nýútsprungin blóm og sagði þeim með hvaða hætti ég ætlaði mér að hella þá fulla í vetur. Þar var margt um manninn en sumir skildu ekki íslensku né frönsku og var því brugðið á það ráð að sletta í enskuna. Ætla mér að leiða þetta fólk í allan sannleikann um skemmtanagildi HÍ. Vonandi rennur ekki af þeim í vetur því maður veit hvernig mælikvarði á skemmtun er. Þeim mun drukknari sem maður er og þeim mun meiri hamagangur og læti, því betri umsögn fær gleðskapurinn daginn eftir.
Denis, minn heittelskaði hommi sem á röndóttan sjóliðabol uppruninn í Frakklandi sem er allt sem þarf í mínum augum snýr aftur á Frónið á fimmtudag og upphefjast þá mikil hátíðarhöld. Pilturinn mun deila íbúð á Grettisgötunni og verða mér til halds og trausts í vetur.
Frakkland bíður mín og einungis mánuður þar til ég stíg þar á jörð, ætla að falla niður á steypuna og kyssa hana marga kossa eins og sönnum útlaga sæmir. Skil ekki planið hjá grínistanum sem sumir kalla Guð, afhverju hann setti mig á Ísland þegar ég á svo bersýnilega að ganga um gömul miðaldastræti lítilla fjallaþorpa og segja Bonjour á báða bóga með baguette undir einni og rauðvín í hinni. En svona er húmorinn hjá sumum, og verð ég að segja að stundum er hann ansi misskilinn!
Mamma! Hvar er franska alpahúfan mín sem ég fékk í stúdentsgjöf? Aldrei hefur hennar verið þörf eins og nú!!!!
Og nú upphefst lesturinn!
Stóð í dag frammi fyrir nýnemum sem eru eins og nýútsprungin blóm og sagði þeim með hvaða hætti ég ætlaði mér að hella þá fulla í vetur. Þar var margt um manninn en sumir skildu ekki íslensku né frönsku og var því brugðið á það ráð að sletta í enskuna. Ætla mér að leiða þetta fólk í allan sannleikann um skemmtanagildi HÍ. Vonandi rennur ekki af þeim í vetur því maður veit hvernig mælikvarði á skemmtun er. Þeim mun drukknari sem maður er og þeim mun meiri hamagangur og læti, því betri umsögn fær gleðskapurinn daginn eftir.
Denis, minn heittelskaði hommi sem á röndóttan sjóliðabol uppruninn í Frakklandi sem er allt sem þarf í mínum augum snýr aftur á Frónið á fimmtudag og upphefjast þá mikil hátíðarhöld. Pilturinn mun deila íbúð á Grettisgötunni og verða mér til halds og trausts í vetur.
Frakkland bíður mín og einungis mánuður þar til ég stíg þar á jörð, ætla að falla niður á steypuna og kyssa hana marga kossa eins og sönnum útlaga sæmir. Skil ekki planið hjá grínistanum sem sumir kalla Guð, afhverju hann setti mig á Ísland þegar ég á svo bersýnilega að ganga um gömul miðaldastræti lítilla fjallaþorpa og segja Bonjour á báða bóga með baguette undir einni og rauðvín í hinni. En svona er húmorinn hjá sumum, og verð ég að segja að stundum er hann ansi misskilinn!
Mamma! Hvar er franska alpahúfan mín sem ég fékk í stúdentsgjöf? Aldrei hefur hennar verið þörf eins og nú!!!!
Og nú upphefst lesturinn!
Comments:
<< Home
Nú er allt heimilið undirlagt af námsbókum og þreytulegu fólki.
Verða spennandi mánuðir fram að jólum :)
Post a Comment
Verða spennandi mánuðir fram að jólum :)
<< Home
Click Here