Friday, September 16, 2005

Partýóða konan Sif!

Vill svo skemmtilega til að í kveld er mér boðið í tvö partý. Væri enn skemmtilegra ef mig langaði ekki mest til að leigja næsta West Wing disk og leggjast undir sængina mína og láta Josh Lyman og aðra góða halda uppi fjörinu í kveld. Leit rétt í þessu út um gluggan og sé ekkert nema rigningardropa og þoku. Ekki alveg að kveikja í mér partýþorstann!

Hinsvegar eru bæði partýin þess eðlis að maður getur ekki skorast undan og því skal hoppað í sturtuna, andlitinu hent á og reynt að komast í einhvern gír sem líkist þá helst partýgír. Svo skal skundað í áhugaverðan fögnuð á Seltjarnarnesinu og þaðan í Mojito partý í Kópavogi. Gengið skal þó hægt um gleðinnar dyr enda á ég stefnumót í Laugum kl 10 í fyrramálið með einni af hommsunum mínum!

Ekkert eins hvetjandi eins og óðir hommar þegar að það kemur að ræktinni. Hef átt þrjár hommsur sem svona ræktarfélaga og það gefur góða raun. Bestur var samt nýsjálenski homminn hann Adam. Hann var stórstjarna í Nýja Sjálandi enda lék hann í sápuóperu þar. Það væri kannski ekki svona merkilegt ef hann hefði ekki leikið konu. Hann er Mári og því svartur en með blá augu sem er stórmerkileg samsetning og ansi fögur. Tískuvit hafði hann mikið enda starfað sem módel fyrir Issí Míaki ( vá hvað ég vildi að ég kynni að stafsetja nafnið hans )á einum tímapunkti eða öðrum. Barnaskapur hans var þó slíkur að hann skildi töskuna sína við sig á flugvelli í Róm meðan hann skellti sér á salernið og var svo ægilega hissa þegar hún var horfin þegar hann sneri aftur. Ein af þessum ógleymanlegu manneskjum sem fagnaði svo kvenmanninum innra með sér að hvaða dama sem er myndi líta út fyrir að vera argasti suddi við hliðina á honum. Hann argaði og gargaði í ræktinni á sinni bjagalegu frönsku "allez" og "bougez your ass" vegna þess að hann vantaði oft orðin til að klára á frönsku!Skemmtilegast fannst honum að klæða sig í eitt lak, binda það utan um sig eins og kjól og vefja túrban um hausinn á sér og dansa við Eryku Badu og syngja með. Æjá....ekki sé ég eftir þessum 6 mánuðum mínum í Cannes!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?