Sunday, September 18, 2005
Thank god for progress:
André Le Chapelain, Traité de l'amour courtois, skrifað á 14. öld um reglur ástarinnar.
Þar kemur ýmislegt áhugavert fram í dagsljósið.
- Ást byggist á útliti, ef manni líkar útlit einhvers verður maður ástfanginn. Af þessu leiðir að blindir geti ekki orðið ástfangnir: "La cécité est un obstacle a l'amour car un aveugle ne voit pas et, de ce fait, rien ne peut provoquer en son esprit de réflexions obsédantes: l'amour ne peut donc naitre en lui, ainsi que je l'ai trés clairement montré précédemment" útleggst: blinda er hindrun ástarinnar þar sem blindur sér ekki og því getur ekkert vakið hjá honum slíkar tilfinningar eins og ég hef skýrlega sýnt fram á.
-Tvær manneskjur af sama kyni geta aldrei undir nokkrum kringumstæðum orðið ástfangið enda fordæmt af náttúrunni sem ætlaði ekki samræði tveggja af sama kyni.
-Konur eru orðnar nógu gamlar til undaneldis við 12 ára aldur.
-Almúgakonur vita ekkert hvað þær vilja, því verður bara að taka þær nauðugar ef því er að skipta því þær átta sig á því seinna hvað þeim er fyrir bestu. Alls ekki eyða hrósi í þær, þær eru svo sannarlega ekki þess virði og ekki á að koma fram við þær eins og þær séu eftirsóknarverðar.
-Karlar um sextugt og konur um fimmtugt eru ófæra um að elska því að ástin er líka bundin aldri. Því er ekkert eftir fyrir þau til að hugga sig við nema að drekka og borða.
Síðast en ekki síst, þriðji kafli sem telur fjöldann allan af bls sem fjalla eingöngu um það hvað konan er ófullkomin og að maður ætti að koma sér hjá því að vera ástfanginn af henni: Hún er gráðug, heimsk, tillitslaus, eigingjörn, frekja, horkafull o.s.fr. Slík er hún að hún þarf ekkert nema borð sem vel hefur verið lagt á til að halda henni ánægðri, svo grunnhyggin er hún!
André le Chapelain, við þökkum þér þessi viskubrot!
Þar kemur ýmislegt áhugavert fram í dagsljósið.
- Ást byggist á útliti, ef manni líkar útlit einhvers verður maður ástfanginn. Af þessu leiðir að blindir geti ekki orðið ástfangnir: "La cécité est un obstacle a l'amour car un aveugle ne voit pas et, de ce fait, rien ne peut provoquer en son esprit de réflexions obsédantes: l'amour ne peut donc naitre en lui, ainsi que je l'ai trés clairement montré précédemment" útleggst: blinda er hindrun ástarinnar þar sem blindur sér ekki og því getur ekkert vakið hjá honum slíkar tilfinningar eins og ég hef skýrlega sýnt fram á.
-Tvær manneskjur af sama kyni geta aldrei undir nokkrum kringumstæðum orðið ástfangið enda fordæmt af náttúrunni sem ætlaði ekki samræði tveggja af sama kyni.
-Konur eru orðnar nógu gamlar til undaneldis við 12 ára aldur.
-Almúgakonur vita ekkert hvað þær vilja, því verður bara að taka þær nauðugar ef því er að skipta því þær átta sig á því seinna hvað þeim er fyrir bestu. Alls ekki eyða hrósi í þær, þær eru svo sannarlega ekki þess virði og ekki á að koma fram við þær eins og þær séu eftirsóknarverðar.
-Karlar um sextugt og konur um fimmtugt eru ófæra um að elska því að ástin er líka bundin aldri. Því er ekkert eftir fyrir þau til að hugga sig við nema að drekka og borða.
Síðast en ekki síst, þriðji kafli sem telur fjöldann allan af bls sem fjalla eingöngu um það hvað konan er ófullkomin og að maður ætti að koma sér hjá því að vera ástfanginn af henni: Hún er gráðug, heimsk, tillitslaus, eigingjörn, frekja, horkafull o.s.fr. Slík er hún að hún þarf ekkert nema borð sem vel hefur verið lagt á til að halda henni ánægðri, svo grunnhyggin er hún!
André le Chapelain, við þökkum þér þessi viskubrot!
Comments:
<< Home
vá... ég á eiginlega ekki orð, þessum gaur tókst að gera mína kjaftstopp. Yfir því einna helst að hann skuli geta opinberað heimsku sína svona allsvakalega
Post a Comment
<< Home
Click Here