Saturday, October 01, 2005

Hreint hf.

Æjá. Vildi að ég hefði einhverja svakalega spennandi hluti að segja sem útskýrðu bloggleysi. Sannleikurinn er sá að öll síðasta helgi fór í þrif og pússerí og þessi helgi fram að þessu hefur farið í það sama. Vikan fór svo í skóla/vinnu og þess á milli var ég heiladauð í SIMS 2 þar sem Gemma sem er my lady framkvæmdi á heilli viku allt það sem við gerum á heilli mannsævi. Nú vinnur hún fyrir sér sem lögreglukona, á eitt barn með manninum sínum og einn stjúpson og fimm herbergja hús á tveim hæðum. Maðurinn hennar er svolítið vonlaus karakter, hann er alltaf að skrifa einhverja skáldsögu en miðar hægt áfram og krakkinn er að læra að tala. Hann notar ennþá bleyjur samt. Gemma daðrar við hreinsitækninn sinnn þegar hún á stund milli stríða en þar sem kallinn hennar er alltaf heima hefur henni ekki tekist að ná honum í bólið þrátt fyrir þrálátt þjórfé og hennar lífsmarkmið er að sofa hjá þrem mismunandi SIMSURUM og gera það á almannafæri. Mér finnst hún svolítið slut. Stjúpsonurinn á þrjár kærustur, er í skóla og aukavinnu og einkunnirnar eru á niðurleið. Suburbian draumur!

Það er orðið ógó fínt hér á K2, nýjar gardínur í öllum herbergjum og loksins loksins hefur síðasta atriðið á baðherberginu verið klárað. Búið að dúka borð og dreifa stólum um íbúðina og Betty er á leið í ofninn því að á morgun á ég von á 20 manns í kaffi. Tilefnið er jú 25 ára afmælið mitt sem reyndar er eftir tæpa viku en þá verð ég í París. Ég er búin að fá einn pakka. Hann er frá settinu mínu og er ægilega flott skrifborð sem var á óskalistanum mínum. Það er ósamansett samt undir rúmi en Arnar fær að skemmta sér við það annað kvöld þegar að gestirnir eru farnir.

Þarf að rubba af einni ritgerð í kvöld, um Man Bites Dog og setja á tvær marengskökur, undirbúa eins og eitt heitt brauð og tralalalala. Vil nýta þetta tækifæri og þakka mömmu, tengdamömmu og mágkonu fyrir dygga aðstoð en þær munu nú eiga mestan heiðurinn af veitingunum hér á morgun. Hef aldrei nennt að leggja það á mig að læra að baka.....þannig að set þessar sem eru með reynsluna í það.

Comments:
Til hamingju með afmælið!! Kveðja frá Portobello;)
 
Ekki minnast á sims 2 ég hef ekki séð þennan leik í langan tíma þar sem ég ákvað að hætta að spila hann því ég hef ekki tíma (var algjörlega búin að gleyma honum). Núna á ég örugglega eftir að eyða allri næstu helgi í að spila hann, vona að þú sért búin að læra skemmtilega svindlið til að halda aldrinum stöðugum :)

En til hamingju með afmælið í næstu viku og ég vona að þú eigir eftir að skemmta þér konunglega í París :)

Kveðja frá lærdómsóða gerpinu í Hfj.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?