Wednesday, October 19, 2005

Jóla hvað?

Ójá, jólaskreytingarnar eru að koma upp, jólaskrautið komið til sölu í búðunum og nú vantar ekki nema að bíða ca 66 daga og þá koma loksins jólin. Sjibbý.
Nema hvað, það hættir að hljóma spennandi þegar ég hugsa um allt það sem ég þarf að gera áður en þau koma, þá fyllist ég ótta og vona að tíminn líði eins hægt og mögulega er!
Afhverju vildi ég endilega vinna og vera í fullu námi og sjá um nemendafélagið? Afhverju gat ég ekki reynt að vera raunsæ einu sinni og kveikja á perunni með það að Súperman er ekki til í alvörunni? Æjá, svona er þetta bara stundum. Einn daginn langar mig til að vera bara að vinna og hinn langar mig til að mennta mig í mörg mörg ár. Til að fá það besta af báðu ákvað ég auðvitað að það væri lógískt að taka bara bæði í einu en það gerir það helmingi erfiðara að njóta. Tuði lokið!


Í aften er það Sjávarkjallarinn í góðum og gáfuðum félagsskap. Svo skal haldið á upphaf Airwaves, ætla að reyna að þrauka til miðnættis og sjá þá Annie frá Noregi.....finnst hún hljóma mjög svo spennandi.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?