Tuesday, October 04, 2005

Kanínan mín!

Fjölskylduboðið gekk alveg ótrúlega vel, veitingarnar voru á við fermingarveislu var mér tjáð sem er ágætt. Best hefði verið ef ég hefði getað eignað mér allan heiðurinn en ég fékk mikla hjálp frá góðu fólki.

Spá í að halda stórafmæli á hverju ári, maður græðir svo mikið á því ;)

Ég fékk skrifborðið góða sem var á óskalistanum og kanínuskinn um hálsinn frá mömmu og pabba. Hef aldrei áður átt neitt svona ekta og ætla héðan í frá að forðast alla sem eru með málningu. Skinnið góða fær þann heiður að fylgja mér í Opera Garnier, Óperuna í París en þangað förum við á afmælinu mínu.

Ég fékk líka mynd eftir Línu Rut sem er líka á óskalistanum. Mágkona mín mundi eftir því frá því við vorum á Akureyri þar sem ég slefaði yfir myndunum hennar.

Svo fékk ég ótrúlega flott hálsmen, annarsvegar frá tengdó sem er með hraunmola sem mér finnst ótrúlega töff og svo ofboðslega sérstakan kross frá ömmu, eiginlega flottasti kross sem ég hef séð.

Sushi áhöld og nú er þá ekkert eftir nema að taka plastið utan af Sushi matreiðslubókinni og bretta upp ermarnar.

Ekki má gleyma aurunum sem ég fékk en þeir fá að njóta sín í París, borga fyrir okkur H og M ferð eða ævintýraferð í FNAC.

Já gott fólk. Mörg ykkar hljóta nú að fara að skipuleggja stærðarinnar afmælisveislur eftir að hafa lesið þessa upptalningu. Mæli með því!


París á morgun. Hef á tilfinningunni að þetta verði svaka ferð, tvær stelpur verið í því að skipuleggja þetta í mánuð eða eitthvað og mér finnst ég ótrúlega heppin að eiga svona góða vini þarna. Það verður farið til Versala, Pere Lachaise kirkjugarðinn, catakomburnar skoðaðar og margt margt fleira. Væsir ekki um mig get ég lofað ykkur! Á afmælisdaginn sjálfan er Óperuferðin og svo afmælispartý með þeim, Audrey og svo íslensku stelpunum úr frönskunni sem eru í Erasmus. Búið að safna ýmsum mat að sér skilst mér líka, réttir frá Provence og Normandie/Bretagne og svo auðvitað frá Lyon líka en Gaelle er þaðan. Get ekki beðið.

Dagurinn fer í vinnu í dag, gjaldeyriskaup og kaup á Gargandi snilld geisladiskum handa frökkunum mínum og svo smá skrúbb hérna heima, pakki oní tösku og snemma að lúlla því ég held að við þurfum að vakna í kringum hálf fimm í fyrramálið eða eitthvað álíka.


Síðast en ekki síst, föstudaginn 14.okt verður afmælisgleðskapur á Fróninu. Ég og Sigga Dís ætlum að halda upp á 50tugs afmæli hér hjá okkur. Öllum sem mér þykir vænt um er boðið þannig að ef þú ert að lesa þetta þá veistu að þér er boðið. Taka frá kvöldið takk fyrir.

Comments:
ætlaði sko að fara segja það! hlakka til að koma í afmæli til þín - langt síðan maður hefur sést og svona. góða ferð og skemmtun úti :)
 
...Og eg sem gaf ther bara hlyjar hugsanir...tharf greinilega ad endurskoda thad til thess ad komast a listann
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?