Saturday, October 29, 2005

Mágur minn

Fengum hann lánaðann í nótt. Hann er 5 að verða 6. Ég sótti hann í brjálaða veðrinu á jeppanum hans pabba. Börn eru dásamleg. Hann fékk Madagaskar pez kall og það var mikið ánægjuefni. Elska einfaldleikann í börnum. Hann lék sér hérna með einhvern prinsessusprota sem ég fékk í afmælisgjöf og svo hárkamb. Horfði á meðan á Bionicles 3 á útlensku sko! Aljgör gæji!

Kannski fæ ég litla frænda minn lánaðan í nótt...ef mamma treystir sér ekki að vera með hann því hún er lasinn. Hann er að fara að eignast systkini. Það er orðið opinbert, stóri bróðir á von á barni nr 2, mágkona er sett á afmælisdag pabba og ég kalla barnið Jóhönnu Sif :) Við höldum nefninlega að þetta sé stelpa.


Og fyrirlesturinn gekk svona líka vel, stóð fyrir svörum í klst um kennslumálefni Frakklands, fékk mikið hrós og náði að involvera samnemendur mína með einum eða öðrum hætti og svo auðvitað kennarann líka því hann er jú eini frakkinn í bekknum.

Heimsótti blómaval í dag og eyddi peningum. Kaupa nokkur blóm til að lyfta upp á myrkrið, orkídeu og bonzai tré og svo einn nóvember kaktus. Hversu lengi verð ég að stúta þessum blómum?


Og heilsuátakið hefur dugað nú í næstum 2 vikur, enginn sykur, ekkert hvítt hveiti, engar kartöflur, ekkert gos...meira að segja ekki mitt heittelskaða COCA LIGHT. Er nú bara nokkuð hress, farin að spjalla við fólk í heilsubúðum um ristilinn á mér en það er nokkuð sem heilsufrík ræða af miklum krafti. Hefði aldrei grunað að fólk væri svona út úr skápnum með ristlana sína. Þetta þykir spennandi umræðuefni, hvaða hreinsun fólk valdi sér og hvort það sé með viðkvæma ristla eða ekki. Ég roðna nú ennþá við að tala um þetta enda ristilumræður bara umræður um kúk. Enda er ég kölluð tepra af þeim sem þekkja mig smá. Ég fíla ekki orð eins og píka og ríða og verð vandræðaleg þegar að fólk vill endilega ræða við mig um þessi mál sín. Sem gerir það auðvitað meira spennandi að ræða það við mig.


Jæja, best að hætta þessu blaðri. Ég er að lesa Mélusine. Mélusine er álfkona eða svona díabólísk vera frá miðöldum. Hún giftist manni og sest að í mannheimum en örlög hennar verða alltaf slík að maðurinn kemst að raun um halann hennar eða aðra hluti ( látum vera að hann hafi ekki komist að því þegar að hún getur af sér börn með þrjú augu ) og þá hrynur þeirra heimsveldi sem þau byggja upp á visku hennar og hæfileikum einum saman. Kvenfyrirlitning finnst mér nú lítil í Mélusine, þó hún sé díabólísk þá er hún andskoti snjöll! Bein tenging auðvitað þar á milli á Miðöldum ;)

Comments:
Vó...dugleg í heilsunni! Til hamingju með fyrirlesturinn!

Hvenær á svo að koma;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?