Monday, October 10, 2005
Quel bonheur!
Komin heim eftir algjörlega frábæra ferð. Veit ekki hvar ég á að byrja að segja ykkur frá henni.
Þrátt fyrir að búa inni á einhverjum var þetta ótrúlega rómantískt og yndislegt í alla staði. Gaelle tók á móti okkur af meiri gestrisni en ég hef kynnst, lá á vindsæng en lét okkur fá rúmið sitt, hitaði morgunkaffi og labbaði með okkur út um allt, kynnti okkur fyrir vinum sínum og allt hitt.
Fórum á frábært Dalí safn, skoðuðum beinahrúgur í les Catacombes og heimsóttum Morrison í Pere Lachaise. Borðaði froskalappir og snigla, hvern ostinn á fætur öðrum og tæmdi nokkrar flöskur af rauðvíni og KIR. Skálaði fyrir afmælinu mínu og fékk endalausar hamingjuóskir og söngva og meira að segja partý. Hitti stelpurnar úr frönskunni í partý og á bar og út að borða og hitti líka Audrey sem er nú soldið skrítin skrúfa en ekki orð um það meir.
Eyddi fullt af peningum og kom heim með 50 kíló en fór út með 20. Geri aðrir betur á fimm dögum. Arnar safnaði stjörnum í kladdann alla ferðina og held að allar stelpurnar vilji stela honum af mér eftir að hafa séð hvernig hann dekrar við mig. Það var allavegana reynt. Hann fór með mig í H og M og beið í meir en klst , sótti croissant á morgnanna, knúsaði mig og kyssti og var bara yndislegur eins og honum er einum lagið.
Kom heim með allskonar fínerí, skinkur, pylsur, súkkulaði og osta sem borið skal á borð næsta föstudag en þá er afmælispartý. Þér er boðið!
Þrátt fyrir að búa inni á einhverjum var þetta ótrúlega rómantískt og yndislegt í alla staði. Gaelle tók á móti okkur af meiri gestrisni en ég hef kynnst, lá á vindsæng en lét okkur fá rúmið sitt, hitaði morgunkaffi og labbaði með okkur út um allt, kynnti okkur fyrir vinum sínum og allt hitt.
Fórum á frábært Dalí safn, skoðuðum beinahrúgur í les Catacombes og heimsóttum Morrison í Pere Lachaise. Borðaði froskalappir og snigla, hvern ostinn á fætur öðrum og tæmdi nokkrar flöskur af rauðvíni og KIR. Skálaði fyrir afmælinu mínu og fékk endalausar hamingjuóskir og söngva og meira að segja partý. Hitti stelpurnar úr frönskunni í partý og á bar og út að borða og hitti líka Audrey sem er nú soldið skrítin skrúfa en ekki orð um það meir.
Eyddi fullt af peningum og kom heim með 50 kíló en fór út með 20. Geri aðrir betur á fimm dögum. Arnar safnaði stjörnum í kladdann alla ferðina og held að allar stelpurnar vilji stela honum af mér eftir að hafa séð hvernig hann dekrar við mig. Það var allavegana reynt. Hann fór með mig í H og M og beið í meir en klst , sótti croissant á morgnanna, knúsaði mig og kyssti og var bara yndislegur eins og honum er einum lagið.
Kom heim með allskonar fínerí, skinkur, pylsur, súkkulaði og osta sem borið skal á borð næsta föstudag en þá er afmælispartý. Þér er boðið!
Comments:
<< Home
úlalala, ég get ekki beðið eftir föstudeginum :)
En hvað er þetta, var einhver að reyna að ræna Arnari? Karlkyns *tíhíhí* :)... Lóa er svo fyndin :)
En hvað er þetta, var einhver að reyna að ræna Arnari? Karlkyns *tíhíhí* :)... Lóa er svo fyndin :)
yndislegt....oh til lukke med din födselsdag...hlakka til föstudagskvöldsins....og að sjá þig...ég ætla líka knúsa þig og kyssa...kannski að ég steli þér bara tíhí herborg og lóa eru fyndnar
Post a Comment
<< Home
Click Here