Sunday, October 23, 2005
Rushes
Airwaves búið, eða svo gott sem. Skilst að það séu einhverjar leifar í kvöld en ætla að láta þetta gott heita og sinna skólanum og heimilinu í kveld.
Þetta var ansi ljúf hátíð, gerði þetta svona hægt og hljótt, datt ekki í það með öllum hinum en hypaði mig upp af þremur expressó bollum á föstudagskvöldinu. Það hélt mér í gírnum. Sá skemmtilegar hljómsveitir. Apparat Organ Quartet, Stórsveit Nick Noltes, Unsound, Au Revoir Simone, Jeff Who, Helga Val, Idis, Láru og Rushes. Ætlaði að sjá Juliette og Hjálma en raðirnar bjóða ekki upp á það. Sendi hér með kvörtun mína út í netheima um það hversu margir miðar voru seldir, og hversu margar raðir voru allan tímann. Ef maður komst inn þá gat maður ekkert flakkað á milli staða því að þá lenti maður í röðum sem hreyfðust ekki neitt. Fattaði það þegar að ég gaf mér 40 mín fyrir röðina á Juliette en þegar að hún var að byrja var ég ekki komin hálfa leið inn og löng röð komin meira að segja VIP megin. Sneri við á Nasa en þar var auðvitað jafn löng röð og því varð maður hreinlega frá að snúa. Soldið svekkelsi.
Uppáhalds hljómsveitin er Rushes, komu á óvart og það var lítill breskur Kristján Blöndal sem spilar á píanóið í þeirri grúppu. Líkindin eru ótrúleg. Þetta var æðislega notalegt kvöld á Þjóðleikhúskjallaranum, sæti við borð við sviðið og hægt að njóta þess að hlusta á góða söngvara. Kvöldið byrjaði á Halleluja í flutningi Helga Vals sem sendi gæsahúð niður eftir bakinu og endaði á Rushes sem fékk mig til að dilla tánum.
Notalegur sunnudagur, tiltektir, lærdómur og sjónvarpsgláp. Eldaði grænmetissúpu handa mér og Arnari, full af engifer og hvítlauk til að gefa okkur kraft fyrir vikuna og sit nú í kertaljósi yfir lærdómi, er að stúdera franska menntaveginn því ég ætla að fræða meðstúdentínur mínar um það því kennarinn minn nennir ekki að þenja raddböndin í næsta tíma. Hann er einn af þessum meðvituðu kennurum sem vill ekki vera einræðisherra og vill alls ekki skapa of mikið af bóklegu umhverfi. Hann er hrifnastur af svona litlum umræðum, leikritum og talar mikið um að setja hlutina á svið. Mjög fyndinn og ég bauð mig fram því hann er krútt og ég er meðvirk!
Þetta var ansi ljúf hátíð, gerði þetta svona hægt og hljótt, datt ekki í það með öllum hinum en hypaði mig upp af þremur expressó bollum á föstudagskvöldinu. Það hélt mér í gírnum. Sá skemmtilegar hljómsveitir. Apparat Organ Quartet, Stórsveit Nick Noltes, Unsound, Au Revoir Simone, Jeff Who, Helga Val, Idis, Láru og Rushes. Ætlaði að sjá Juliette og Hjálma en raðirnar bjóða ekki upp á það. Sendi hér með kvörtun mína út í netheima um það hversu margir miðar voru seldir, og hversu margar raðir voru allan tímann. Ef maður komst inn þá gat maður ekkert flakkað á milli staða því að þá lenti maður í röðum sem hreyfðust ekki neitt. Fattaði það þegar að ég gaf mér 40 mín fyrir röðina á Juliette en þegar að hún var að byrja var ég ekki komin hálfa leið inn og löng röð komin meira að segja VIP megin. Sneri við á Nasa en þar var auðvitað jafn löng röð og því varð maður hreinlega frá að snúa. Soldið svekkelsi.
Uppáhalds hljómsveitin er Rushes, komu á óvart og það var lítill breskur Kristján Blöndal sem spilar á píanóið í þeirri grúppu. Líkindin eru ótrúleg. Þetta var æðislega notalegt kvöld á Þjóðleikhúskjallaranum, sæti við borð við sviðið og hægt að njóta þess að hlusta á góða söngvara. Kvöldið byrjaði á Halleluja í flutningi Helga Vals sem sendi gæsahúð niður eftir bakinu og endaði á Rushes sem fékk mig til að dilla tánum.
Notalegur sunnudagur, tiltektir, lærdómur og sjónvarpsgláp. Eldaði grænmetissúpu handa mér og Arnari, full af engifer og hvítlauk til að gefa okkur kraft fyrir vikuna og sit nú í kertaljósi yfir lærdómi, er að stúdera franska menntaveginn því ég ætla að fræða meðstúdentínur mínar um það því kennarinn minn nennir ekki að þenja raddböndin í næsta tíma. Hann er einn af þessum meðvituðu kennurum sem vill ekki vera einræðisherra og vill alls ekki skapa of mikið af bóklegu umhverfi. Hann er hrifnastur af svona litlum umræðum, leikritum og talar mikið um að setja hlutina á svið. Mjög fyndinn og ég bauð mig fram því hann er krútt og ég er meðvirk!
Click Here