Thursday, October 20, 2005

Ævintýri

Að borða á Svjávarkjallaranum er eins og að upplifa lítið ævintýri. Við fengum Chefs menu, bland ýmissa rétta á borðið og þvílíkt og annað eins! Í gær smakkaði ég kengúru og dúfu ásamt ýmsu öðru. Kengúran kom í salati sem lá í skál ofan á þurrís sem gerði svona gufu frá sér, ótrúlegt alveg. Réttirnir voru hver öðrum betri, sashimi, lax, humar o.s.fr. Allt borið fram á mismunandi diskum í mismunandi lögum með mismunandi sósum og þetta var bara svo mikil snilld. Var hálf leið því að Arnar gat ekki komið með en við förum aftur, ekki spurning!


Minna ævintýri er að fara á Iceland Airwaves. Fyrsta lagi, hvað kom fyrir fólk? Það eru allir svo rosalegar týpur eitthvað að þau eru öll eins. Sá 15 stráka með eins hárgreiðslu og stelpurnar alltaf í eins skóm. Ekki það, ógeðslega smart en þetta var eiginlega eins og að vera á tískusýningu frá Spútnik. En svo var löng röð fyrir utan alla staðina þannig að við ákváðum að vera bara á Nasa þar til Annie byrjaði sem var auðvitað afspyrnuslæm ákvörðun þar sem það var eitthvað elektró í gangi þar. Ég veit að það heitir elektró því ég spurði Arnar, ég hef tilhneigingu til að kalla alla svona tölvutæknitónlist teknó. Það er í mínum huga það versta sem hægt er að segja, að kalla tónlist teknó en fólkið í kring var heldur betur að fíla þetta, sumir dönsuðu, aðrir sögðu að þetta væri snilld. Tók það sem merki um elli mína. Allavegana þá gáfumst við upp á biðinni eftir Annie minni og fórum heim. Synd og skömm því ég hefði virkilega viljað sjá hana.

Comments:
æjá, svona fer ellin með mann :)

Arnar
 
mmm ég fæ alveg vatn í munninn
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?