Sunday, November 27, 2005

Helgin, 9urnar og fleira!

Hefði ekki þurt að hafa svona miklar áhyggjur af fyrirlestrinum, fékk 9 fyrir hann :) Er frekar sátt.

Vaknaði upp við vondan draum í gærmorgun, hafði fengið 5 fyrir ritgerðina mína um hana Mélusine sem ég var ekki að sætta mig við, spurði síendurtekið kennarann hvort ekki væru um mistök að ræða og þetta ætti að vera 9a. Sjáum hvað setur því ég fæ hana til baka á morgun.

Einkannir annarinnar eru því undarlegar, það eru þrjár níur og svo ein 6,3. Svo í næstu viku fæ ég tvær einkannir í viðbót þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út með 50% vinnu og nemendafélagi.

Tók hugtakið "shop till you drop" alveg í orðsins fyllstu merkingu í gær í fríðu föruneyti móður minnar. Við komum, sáum og sigruðum. Árangurinn lét ekki á sér standa, ég kom heim með tvenn pör af skóm, þrenna boli, eitt pils, tvennar buxur, fancy sokkabuxur og tvenna nýja augnskugga. Er með gullskó frátekna í skóbúð og er að láta mig dreyma um að kaupa þá líka og fullkomna skósafnið þar með fyrir jólin. Í tilefni af þessu hefur morguninn farið í að taka til í fataskápnum. Ég á föt úr fatastærð 36 og uppúr. Góðan slatta af fötum í stærð 10-12 sem var stærðin eftir Frakkland, enn meira af fötum á bilinu 14-16 sem var stærðin eftir fyrsta árið mitt í sambandi og enn meira af fötum í stærðum sem ég kæri mig ekki um að hafa eftir en finnst soldið fyndið að eiga svona mikið af fötum. Er búin að sortera í rusl, kolaportsbúnka og svo föt sem ég ætla að máta þegar ég kemst í þá stærð aftur til að sjá hvort ég fíli þau ennþá. Ég á í raun nóg af fötum til að fylla fataskápinn minn þrisvar í augnablikinu. En skórnir, það er sko það besta með skóna að þeir passa alltaf á mann ( nema reyndar 4 pör af stígvélum sem passa ekki utan um ökklan á mér í augnablikinu og bíða mín ). Þess vegna held ég að ég eigi svona mikið af skóm, því þó að fatastærðirnar hafi flökt í gegnum árin hefur skóstærðin haldið sér! Anywho....lífið er bara helv. gott. Fór í afmæli í gær, hitti vinkonurnar og spjallaði um heima og geima....töff tímar framundar með miklum lærdómi og enn meiri vinnu en svo koma líka jólin og með þeim 2 sætar franskar stúlkur sem ætla að skemmta mér milli jóla og nýárs. Og svo gamlárspartý á Klepparanum að vanda! Nóg að gerast.

Ætla að taka til meira!


btw...viljið þið ekki kaupa einhvern dýrindis varning af mér? skeini, eldhúspappír, gæðapappír, plastpoka af öllum gerðum, jólakort eða jólapappír? Svo er einnig í boði allar bækur JPV með 15% afslætti innpakkaðar og fínerí!???

Comments:
ég vil eignast kúreka gallapilsið þitt ef þú fílar það ekki....öfunda þig af því að eiga penge til að shoppa
 
Jíha ondeleondele....kúrekapilsið var keypt í Perpignan í Frakklandi af foreldrum mínum handa ungri dóttur sem var alein í útlöndum!

Það er inni í skáp og bíður þess að eigandinn troði sér í það aftur. Hlakka mikið til því það er einmitt eitt af uppáhaldspilsunum! ;)

Hver flík á sér sögu. Setti buxur áðan ofan í poka og rifjaðist upp fyrir mér að þetta voru My smart pants sem ég fór í á fyrsta vinnudeginum á Uppló. Annar bolur lyktaði hreinlega af Kanaríeyjabingói einhverju og aldamótakjóllinn kveikti upp annan svona nostalgíuferil. Á erfiðara með að losa mig við föt en hluti...tengi svo margt við fötin.
 
hm, þetta með fötin. maður á alltaf að láta frá sér föt - aldrei að halda í það sem maður getur látið frá sér,gefið öðrum, halda áfram...
 
Va hvad thu ert ad standa thig vel...

stolta vinkonan
 
Silli sæti....þú ert mesta krútt...hlakka ekkert smá til að koma að hitta þig í London og heimsækja brúðakjóladeildirnar....!!!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?