Monday, December 05, 2005

Helgin sem aldrei kom

Helgin búin en ég tók svo sem ekkert eftir því að það væri helgi enda lært alla helgina. Búin að lesa mig í hel af heimspekilega þenkjandi greinum sem mættu margar hverjar fara í ruslið en aðrar eru skemmtilegar. Hrifnust er ég af Ofurmenni Nietsche sem Línu Langsokk. Greyið hann var misskilinn og lengi vel héldu Nasistarnir að þetta ofurmenni væru aríarnir en svo er ekki. Ofurmennið er hreinlega einhver sem þorir að vera sá sem hann er án þess að skilgreina sig út frá öllum öðrum, að hafa ekki þörf fyrir að fylgja öllum hinum en móta sinn eigin heim án þess að troða honum upp á aðra, engin meðvirkni í þessu ofurmenni en ég hef svo sem lengi haldið að aðeins ofurmenni væru ekki meðvirk!!!

Stressið hefur tekið sér búsetu í líkama mínum óboðið eins og venjulega. Minna þó fyrir prófin og meira fyrir það sem tekur við 12.desember á hádegi. Þá skal brunað í JPV og sinna málum af minni einstöku lægni fram að 23.desember. Það verður ekki lítið að gera get ég sagt ykkur.

Allt þetta skal þó gert heilum 8 kílóum léttari sem hlýtur að gera þetta auðveldara og kannski næst markmiðið um að hafa náð 10 kílóum fyrir jól....hver veit!

Bakaði í gær, tilraunir með bókina hennar Sollu, bakstur með spelti og engum sykri en sætt með sykurlausum ávaxtasultum...þetta var ágætt...en engin rjómaterta enda svo sem ekki við því að búast. Bakaði spelt kanelsnúða og bláberjamúffur og brauð líka.

Farin að læra meira...Framfaragoðsögnin ógurlega bíður mín.

hey já....konur eru fífl ef tekið er mark á grikkjum til forna. Greyið karlarnir þar...þeir höfðu það svo gott, eignuðust eingetin börn og lifðu hinn gríska draum án kvenna en svo komum við, spillingin og eyðilögðum þessa einingu...man we suck!!!!

Comments:
æi, er þetta ekki einhver misskilningur með grikkina? ég meina eru þeir ekki bara að réttlæta kúgun kvenna eða eitthvað - hljómar þannig ;)
 
Þú ert ofurkona, það sem þú getur og hefur áorkað er efni í heila bók. Ekki gleyma því :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?