Monday, January 02, 2006

2006

Árið 2005 kvatt með glæsibrag. Við borðuðum 6 heima á Kleppsveginum, heitreykt gæs og foie gras í forrétt, fyllt lambalæri með öllu tilheyrandi í aðal og heimagert Tiramísú í eftirrétt. Svo var horft á þetta ömurlega áramótaskaup, held að það hafi aldrei verið verra...ég eiginlega skammaðist mín fyrir það og svo voru það flugeldarnir. Frakkarnir horfðu dáleiddir á upplýstan himininn og svo var skálað með kampavíni þegar nýja árið gekk í garð. Svo streymdi inn allt skemmtilegasta fólkið og það var mikið hlegið, alveg fram undir morgun. Heimsótti rúmið mitt um 7 leytið og fór varla þaðan allan daginn.

2005 var gott ár. Við fórum tvisvar til útlanda, bæði skiptin til Parísar, ferðuðumst innanlands og 25. aldursárið hófst með glæsibrag. Nýjir sigrar voru unnir í skólamálum, ég hækkaði meðaleinkun mína og Arnar, hann sló í gegn í Öldung meðfram vinnunni og eru 10 einingar í höfn, stúdentinn í sjónmáli og er ekki frá því að tengdó sé farin að baka í huganum fyrir veisluna sem á að halda. Hann landaði draumastarfinu sínu og ég tók að mér mikla vinnu meðfram skóla. Nóg að gera. Er bara mjög sátt með þetta ár.

Hef góða tilfinningu fyrir þessu ári, planaðar eru þrjár utanlandsferðir og Afríka verður meira að segja heimsótt. Ekki glatað það. London í febrúar með bestustunni og árshátíðarför er í vændum skilst mér í apríl. Nammi namm. Meðal annarra hluta eru nýjir sigrar og stefnur í skólamálum, áframhaldandi ganga í átt að stúdent fyrir A og umsókn fyrir Erasmums. Ákveðið hefur samt verið að láta eina önn duga og fara út eftir áramótin en vinna þeim mun meira fram að þeim tíma. Draumurinn er að klára skóladæmið í janúar og vonandi eiga þá jafnvel smá aur í afgang til að leggjast í smá flakk....aldrei að vita hvað verður.

En allavegana...gleðilegt ár kæra fólk!

Comments:
takk fyrir mig Eiginkonan mín ;)
 
Takk æðislega fyrir að koma, svo yndislegt að eyða tíma með þér og hinni konunni þinni ;)Þið eruð æði...svo eigum við deit 9.jan í pool ekki satt?
 
mikið rétt...
vonandi verður "hin" konan mín komin aftur úr sveitinni þá...
vá hvað ég ætla að rústa ykkur!!! :)
 
what!?! hélt að allir væru sammála um að skaupið hefði verið frábært þetta árið. ég hló allavega mjög mikið :)
 
Ég hló líka fullt. Fólk sem segir að skaupið sé vont það gerir of miklar kröfur. það finnst mér allavega.
Gleðilegt ár!
 
Ég og Arnar vorum alveg í tárum yfir ömurleika þess, það eina sem var fyndið var Birgitta Haukdal og Hannesar/Laxness brandarinn. Restin var til skammar fannst mér...en þó hef ég heyrt fleiri jákvæðar athugasemdir en neikvæðar. Ég geri samt aldrei neinar kröfur til skaupsins...horfi bara á það með svona blanko huga....!!!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?