Saturday, February 18, 2006

Lasarus

Úff, alla vikuna gekk ég með svona flensutilfinningu í maganum, var öll skrítin í líkamanum og í gær fann ég að þetta var bara að bresta á. Lét það samt ekki aftra mér í brjálaðri tiltekt á vinnustaðnum og púlaði og hamaðist þrátt fyrir svitakóf og svimaköst. Fór svo í dinnerboð hjá vinnuveitandanum eða eins og ég hef kallað hann í mörg ár, stóra bróður mínum. Meikaði það ekki í gegnum desertinn og varð frá að hverfa áður en heimalagaði ísinn og marssósan náði á borðið...djö! Svaf svo tæpa 4 tíma í nótt og sit nú fyrir framan skjáinn í svitakófi, guð minn góður! Rennur af mér svitinn og ég á leið í Kolaportið til að safna fyrir Túnisferð sem ég veit ekki einu sinni hvort verði farin. Lífið er dásamlegt. Er með smá hita en ætla samt að mæta og sinna mínum skyldum áður en ég leggst alveg núna seinni partinn. Planið er að vera komin heim milli 13 og 14 og þá get ég tekist á við það að ég sé lasin. Sex and the City seríurnar biða mín allar hérna, keypti þær í fríhöfninni og því mun ekki vanta afþreyinguna!

Stundum er það helvíti hart að vera svona samviskusamur, vildi óska þess að ég ætti meira kæruleysi í mér.

Comments:
Já, þú ert alltént án efa sú allra duglegasta af okkur í frönskunni! Algjör nagli og mikill drifkraftur fyrir okkur aftaníossana:)

Sé þig vonandi á morgun!

Baráttukveðjur ...
 
Og þið frönskurnar eruð æðislegar, bara ótrúlega gaman að vera með ykkur þarna í dag og metárángur sem náðist!
 
Guð! ekki hafði ég hugmynd um að þú værir veik! annars segi ég bara takk fyrir síðast og sjáumst hressar á laugardagskvöldið ;) Muna að koma með visakortið!! Það ætla ég alla að gera hehe...
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?