Sunday, February 12, 2006

Örvænting á sunnudegi!

Kaffikannan ónýt, mokka kannan týnd og próflestur í undirbúningi! Hvað gera bændur þá? Jú, það er bara hellt uppá á gamla vísu sem er svo sem ekkert verra, bara tímafrekt! Kaffi komið í bollann og ég til í slaginn.

Ágætt að læra um rómantíkerana eins og Hugo í janúar depressjóninni, það á svo ágætlega við því þeir voru svo ægilega dramatískir, en það er ég líka þessa dagana!

Margt að gerast í toppstykkinu, margar pælingar í gangi varðandi Erasmus draumana og sjáum hvað setur.

P.s. vill einhver gefa mér nýja mokkakonnu, kvörn til að mala kaffibaunir og svo svona dót til að flóa mjólk? Mér er spurn!

Comments:
Hæ... held að málið sé að fara í te og kaffi og kaupa sér expresso könnu sem flóar eða freyðir mjólk líka... gamaldags sem þú setur á hellu, algjör snilld... :)
 
Te og kaffi verður vafalítið heimsótt í vikunni! ;)
 
Í snilldarbúllunni tiger keypti ég 3 bolla mokkakönnu á 400 kr í vetur - og hún er bara fín :) Gangi þér vel í lestrinum.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?