Friday, March 03, 2006

Barceolona

Kæra fólk

Þá er ég búin að skila inn formlegri umsókn um Erasmus, vorönn 2007 í Universitat de Barcelona. (varaskóli í París) Þetta verður tíminn okkar Arnars, við ætlum að njóta lífsins, læra spænsku og upplifa katalónska menningu.

Planið tók stökkbreytingum á síðustu vikunum fyrir umsókn og ástæðan var einföld. Ég hef búið í Frakklandi og hagnast kannski mest á því að prófa eitthvað nýtt. Barcelona er uppáhalds borgin okkar Arnars í Evrópu og okkur langar bæði frekar til að læra spænsku. ( mig langar að bæta henni við mig og hafa tvö rómönsk tungumál ) og þetta á að svara spurningu minni um það hvort mig langi raunverulega til að taka tvöfalt ba og þá með spænskuna líka.

Nú er þetta orðið officielt, býð svars við umsókninni en það er 100% að við hjónaleysin verðum allavegana ekki á Íslandi vorönn 2007, hvort sem leiðin liggur til Spánar eða Frakklands :) Get ekki sagt ykkur hvað ég er ánægð, mikill léttir að vera búin að skila þessu inn og þetta verður algjört ævintýri. Arnar að prófa að búa erlendis í fyrsta skipti og ég að endurtaka leikinn. Hver veit nema að Arnar kolfalli fyrir þessu og að við förum í framhaldsnám erlendis líka. Mikið sem ég væri til í það :)

Jæja...segi góða helgi!

Comments:
Jei! Frábært. Mikið líst mér vel á þetta plan hjá ykkur!
 
Elsku krúttið mitt

fá sér stóra íbúð í útlöndum, sama hvar, ég kem í heimsókn:) mamman
 
verð heppin að fá 25 fermetra fyrir það sem við getum borgað!
 
en kósý....þetta verður eins og tilraunin að koma sem flestum inn í Bjöllu bifreið ;) Til hamingju með þetta ;)
 
takk takk, mjög spennt yfir þessu öllu saman þó þetta sé auðvitað enn svakalega fjarlægt!
 
Grát, grát, er eiginkona mannsins míns að stinga af til útlanda með viðhaldinu sínu???...? Allavegana þá ætla ég samt að krossa fingur og tær og vona að þetta gangi upp hjá ykkur og að þið fáið höll til að búa í á 20 fermetra íbúðar leiguverði.
Þá hef ég líka afsökun til að koma í heimsókn tíhíhíhíhí ;)
 
Drífa mín, þú mátt sko sofa á milli...allt til að fá þig í heimsókn :)
 
Við Kjartan höfum góða reynslu af því að búa í boxi... svo góða skemmtun!!!

Því færri fermetrar því betra;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?