Monday, March 27, 2006

Ég er hetja

Ójá, ég er með íþróttameiðsl, múhahaha. Held að það sé örugglega í fyrsta skipti um ævina!

Fór af stairmasternum áðan í of miklum hraði eftir ofsa brennslu og rak fótstigið í löppina á mér, bólgin núna með stórt sár og vont að stíga í löppina. Myndi vera meira sorry yfir þessu ef þetta hefði ekki verið svona yndislega klaufalegt og asnalegt, ég var bara svo búin á því með svitann í augunum og svo bara slösuð! Ástand á bænum!!!


Einsi búinn að fá nóg af okkur, fór að háskæla áðan, vildi fá mömmu sína og hætta að vera lasinn. Kominn spenningur í hann því hann veit að þau eru að koma á morgun!

Jæja, ætla að fara og horfa á Tomma og Jenna.

Comments:
ertu orðin of slösuð til að geta sett inn blogg? Sá á msn-inu að þú hafir slasað þig aftur.. vona að það sé ekkert of alvarleg meiðsli.

Koma með svo eitt blogg um hvað það er mikið að gera í skólanum hjá þér, svo mér líði betur með verkefnin sem eru framundan hjá mér :) Misery loves company
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?