Wednesday, March 15, 2006

Hrjót hrjót

Venjulega sef ég frekar illa, vakna oft og er bara til vandræða á nóttunni. Ræktin hefur hinsvegar fært mér það að ég sef, oftast heilan svefn nóttina í gegn og ef ég vakna, þá er það einu sinni.

Ég er samt frekar súr með kílóafjöldann sem tapast hefur þar en hann er alveg staðnaður einhvernveginn. Hef lítið sem ekkert misst eftir jólin, kannski 2 kíló og ég ætlaði að vera orðin 10 kílóum léttari þegar ég kæmi til Túnis sem þýðir að 8 kíló í land og tíminn meira en hálfnaður. Það þýðir samt ekki að ég sé búin að gefast upp, í síðustu viku var spýtt í lófana og ég mætti 5 sinnum og brenndi þar til svitinn bogaði hreinlega af mér.

Í þessari viku ætla ég að ná 5 skiptum lágmark og er að vonast til að ná 6. En þar sem ég komst ekki í gær, þýðir það að ég þarf að fara alla hina dagana. Ég vona að það náist.

Í gær vippaði ég einu 50% verkefni fram úr erminni. Það var samt ekki auðveld fæðing enda hafa ljóðagreiningar oft reynst mér erfiðar. En með smá þolinmæði og hjálp góðra vina þá hafðist þetta allt saman á endanum og á eftir verður þessu skilað. Hvort nokkuð sé varið í þetta á eftir að koma í ljós, sjáum til með það! En ég gerði allavegana mitt besta :)

Önnur erfið fæðing virðist ætla að vera árshátíð okkar í frönskunni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá dagsetningar og staðsetningar til að passa saman. Held að málið sé í höfn í dag og hlakka mikið til að geta klárað það mál algjörlega.

Þó má ekki slá slöku við því nú er komið að næsta ritgerðaverkefni, á eftir að lesa 400 bls bók til að standa skil á því og það er á mánudaginn sem það þarf standa klárt. So, back upon that horse!!!!

Comments:
hey! hvar ertu að æfa? keypti mér kort í baðhúsinu og væri alveg til í félaga þar :)
 
Ég er að æfa í Pumping Iron, finnst nafnið svo gott ;)

Finnst alltaf eins og ég sé megamassi þegar ég segi fólki hvar ég er að æfa!
 
Bridget Jones eða hvað hehehhe
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?