Sunday, March 12, 2006

Hvað með mig?

Já, gott að dreifa visku í allar áttir en er kannski spurning um að gera eitthvað sjálfur í sínum málum?

Miklar pælingar í gangi!

Á jákvæðari nótum, í síðustu viku fékk ég fyrstu einkannir annarinnar og voru þær alveg til að hrópa húrra fyrir. Túnis ferðin er svo gott sem afgreidd, einungis eftir að ganga frá lestinni milli London og Parísar fyrir þá sem hana nota og árshátíð í sjónmáli þó að pússluspil sé í gangi núna með dagsetningar og annað.

Vísindaferð á föstudaginn í Ámuna. Ef ég drykki meira myndi ég tvímælalaust brugga. Greinilegt að þetta margborgar sig. Ég var á bíl svo að ég var ekkert að sökkva mér ofan í veitingarnar en fékk mér hinsvegar pínkulítið staupglas og setti í það einn sopa af vínunum sem voru í boði og niðurstaðan var sú að þetta er hið boðlegasta vín. Ég hélt alltaf að heimabrugg væri algjört eitur. Reyndar voru rauðvínin verst en þarna var gott rósarvín og þokkalegt hvítvín og rauðvínið hefði verið betra ef hann hefði gefið okkur eldra var mér sagt, það var víst bara búið að þroskast í mánuð á flöskunum sem er algjört lágmark.

Jæja, nú ætla ég að fara í brönch til tengdó....namminamm!

Comments:
Já og ekki gleyma bollunni! Hún var æði ;)
 
Já, hún var þokkaleg og ekki vantaði magnið!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?