Tuesday, March 21, 2006

Lífið heldur áfram....merkilegt nokk!

Já, það er satt, það kemur dagur eftir þennan dag og loks virðist skapið vera á uppleið eftir fremur langa niðurveru. Komst að því að það býr alltof mikið af fólki í hausnum á mér og það án þess að borga leigu. Ekki smart!

Verð helgarmamma frá fimmtudegi til þriðjudags, fáum Einsa peinsa í lán meðan þau fara til NY, ekki slæmt. Held að hann sé spenntur fyrir að koma í heimsókn, leika við stóra bróður sinn soldið og vera dekraður.

Datt í hug að sækja um starf hjá Eve Online þegar ég sá auglýsingu frá þeim um starf sem ég fyllti allar kröfur í. Finnst gaman þegar ég sé auglýst störf, svona alvöru störf með titlum sem reynsla mín og menntun gera mig hæfa í. Var sko auglýst eftir manneskju með reynslu af erlendum samskiptum, góða tungumálahæfni og frönskukunnátta plús, að hafa starfað í markaðsmálum, séð um samingagerð o.s.fr. Ef ég teygi starfsreynslu mína, þá slefaði ég alveg uppí þetta og hefði verið fullkomin í þetta. En mundi þá skyndilega eftir því að ég kann ágætlega við mig í mínu starfi sem veitir mér það frelsi að geta unnið og verið í skóla þó að stundum sé erfitt að gera aldrei neitt nema vinna og læra. Og hætti við í skyndingu að skipta um starfsvettvang. Bækur heilla mig ennþá meira en tölvuleikir!!!

Annað merkilegt í fréttum? Já, alveg eins, við Arnar eigum 5 ára afmæli í byrjun Apríl og förum í tilefni af því á Hótel Búðir, ægilega rómantískt. Finnst súrrealískt að ég sem er svona ung sé búin að vera í sambandi svona lengi....það minnir mig á það að ég er kannski, bara kannski að verða fullorðin!

Jæja, vinna meira!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?