Saturday, March 25, 2006
Með barn í fóstri
Fór og sótti Einsa á fimmtudaginn í skólann og þar lá hann greyið á dýnu, kominn með hita. Það var bara brunað með ræfilinn heim og kemur í ljós að hann var með 39 stiga hita. Meira hvað börn eru miklar hetjur því í gær neitaði hann að láta lasleikann og 39 stiga hitann hefta sig í að skemmta sér hjá bróður sínum, spýtti í lófana og var nánast eins og hann væri ekki lasinn. Föstudagar eru nefninlega tölvudagar, var mér sagt, þá mætti hann leika í tölvu. Sem hann gerði. Svo var ég að fara í boð og hann var bara feginn að losna við mig svo að strákapartýið gæti hafist!
Svona er maður ómissandi.
Svona er maður ómissandi.
Click Here