Sunday, March 05, 2006

MERDE ALORS!!!

Hvað á að gera þegar að grein sem maður strögglaði með að koma uppí tvær bls reynist eiga að vera 3 bls? Jú, maður finnur 10 mismunandi leiðir til að segja sama hlutinn, hæfileiki sem einkennir að mínu mati flesta fræðimenn.

Fjölskylduvæn helgi: Kristján Dagur, bróðursonur minn, sló í gegn í gær. Við Arnar slógum líka í gegn, leið að hjarta barnsins er að sjálfsögðu í gegnum nammið og því var ekkert til sparað. Hann gleymir því ekki í bráð hvað ég heiti! Svo var kvöldmatur á Bræðró með settinu og litla bróður sem er orðinn heldur stór ( og ég held að hann hafi verið þunnur ). Dagurinn var svo tekinn snemma í dag, fór á fætur kl 07 00, glápti á Survivor og Biggest Looser Australia, svona aðeins til að tæma hugann. Lagaði svo þetta drasl sem ég hafði skrifað í vikunni í þessum ritdómi, get greinilega ekki gert neitt af viti nema undir pressu og svo var bara skúra skrúbba bóna því tengdó var að koma í Brunch. Heimsótti Jóa Fel og bjó til spelt amerískar pönnukökur. Það er að segja bjó til deigið og Arnar sá um að steikja egg, beikon og pönnukökurnar ofan í skarann.

Svo hefur lærdómurinn átt hug minn allan. Er að fara inn á leiðinlegt tímabil í bókmenntunum en heiti því að vera jákvæð. Leiðindin stafa af tveim stefnum sem ég hef ekki tekið í sátt: súrrealisminn og exitensíalisminn. Já gott fólk, komið að Breton, Sartre og Camus..úff!!!

Og svo kom í ljós að ritdómurinn sem hefur ekki viljað út úr hausnum á mér alla vikuna á að vera lengri en upphaflega var áætlað....æj mig auma!!!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?