Sunday, March 26, 2006

Örmagna foreldar

Hihihi, ég sofnaði milli 10 og 11 í gær, alveg búin á því. Merkilegt hvað drengurinn hefur mikla orku með þennan mikla hita, hann er samt með helmingi meiri orku en við. Brugðum okkur aðeins á Bræðró að borða sushi og Einsi fékk kjúlla. Svo var bara heim. Held að hann sé nú að verða búinn að fá nóg af því að hanga alltaf inni og í þessu dásemdar veðri líka og skil hann vel. Ég dreif mig í ræktina eftir að hafa legið hér í einhverju móki fram eftir morgni. Sjónvarp er yndisleg barnfóstra skal ég segja ykkur!

Er líka búin að njóta þess að vera ekki í einhverri geðveikri skólavinnu, nýt þess eiginlega of mikið og opna ekki bók, þarf nú samt að lesa eins og eina smásögu áður en degi lýkur. Spá í að fara á leynifund í kvöld, hef svo gott af því.

Veit einhver um vel staðsetta íbúð í Barcelona sem kostar helst ekki meira en 700 evrur á mánuði? Ef svo er, þá má láta mig vita. Er búin að komast að því að ég get komist í internship hjá útgáfu þarna úti ef ég vill og líst ekkert smá vel á það. Stendur líka til boða ein frábærlega staðsett íbúð rétt hjá römblunni og picasso safninu en líst ekki á verðið, 1000 evrur sem er allt námslánið mitt eins og það leggur sig meðan við erum þarna úti og það gengur ekki upp.


Jæja, læt gott heita, best að sturta sig eftir gymmið og gera eitthvað af viti!

Comments:
Já ég skil þig mjög vel. Ég á bara eina ritgerð eftir en af e-m ástæðum þá tekst mér ekki að byrja á henni....en annars þekki ég engan í Barcelona og get því miður ekki hjálpað þér...
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?