Saturday, March 04, 2006
Sif frænka
Ætla að sækja litla sæta frænda núna kl 11 og fá að hafa hann aðeins hjá mér í dag. Eyði alltof litlum tíma með þessu barni og í gær þóttist hann ekki muna hvað ég heiti. Held að þetta hafi hreinlega verið mótmæli, uss uss. En úr því skal bætt. Við ætlum að hitta tengdapabba minn og konuna hans og borða með þeim hádegismat og svo er ég í vafa um hvort gefa eigi öndunum brauð í ljósi fuglaflensunnar? Ef ég ætti frysti núna myndi ég tvímælalaust fylla hann af kjúlla því þegar flensan kemur til landsins þá efast ég um að fólk hafi geð í sér til að kaupa fuglakjöt. Kjúklingur er einmitt það besta sem ég fæ, góð kjúllabringa...en svona verður þetta sennilega. Þannig að þið sem eigið frysta, kaupið kjúlla og hendið í hann og bjóðið mér svo í mat þegar flensan kemur.
En já, best að fara og rækta frænkuhlutverkið!
En já, best að fara og rækta frænkuhlutverkið!
Click Here