Wednesday, April 19, 2006

Einu sinni var...!




Sú var tíðin að ég var algjör lestrarhestur. Ég vann meira að segja verðlaun fyrir það hvað ég las mikið í Melaskóla. Eftir að ég byrjaði í Menntaskóla, þá hætti ég að lesa eins mikið og ég gerði og í dag les ég sama og ekki neitt. Ég gæti borið við tímaskorti, en samt finn ég mér tíma til að horfa á alla heimsins sjónvarpsþætti og nú er ég komin með algjöra minnimáttarkennd yfir því hvað ég les lítið. Samt tekst mér aldrei að koma mér almennilega á skrið aftur.

Nú skal verða breyting þar á og eftir helgina ætla ég að vera búin að lesa bókina sem ég ætla mér að þýða hluta úr.

Comments:
Ég man eftir þessari stelpu sem kom í mogganum og hafði lesið svona gríðalega mikið. Þá þekkti ég þig ekki neitt... en mundi alltaf eftir því, því þá fékk ég minnimáttarkenndina;)

Líst vel á þetta átak...ég hugsa að ég setji mér markmið um að lesa X margar bækur í sumar...hvað ætli sé hæfilegt?
 
Úff, ef ég bara vissi hvað væri hæfilegt, svo mismunandi eftir fólki. Þegar ég var hvað öflugust las ég stundum tvær bækur á degi!
 
Ef að andrésblað telst til bókar þá gæti það verið raunhæft..með námsbókunum og góða veðrinu í London hugsa ég að 1 á viku væri nær því að vera í lagi.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?