Monday, April 03, 2006

The Uglies

Varúð, langt blogg!

Ójá, vaknaði í morgun með slæmt tilfelli af ljótunni. Vaknaði meira að segja kl 05 vegna slæmra draumfara...piff. En já, sumsé, með slæmt tilfelli af ljótunni, þurrkublettir, bólur og ómeðfærilegt hár ásamt því að öll betri fötin hengu blaut á snúrunni stuðluðu að því að mig langaði frekar að grafa mig langt undir sængina og koma ekki þaðan fyrr en ljótan hefði yfirgefið svæðið en sökum óstjórnlegrar þarfa kennara minna til að halda próf í tíma og ótíma þurfti ég að dröslast fram úr og í skólann. Einum latte, tveim cappuchinoum og skóla síðar var ég komin heim ofurþreytt en er ekki búin að fá neina kríu og er að reyna að plata Arnar til að koma í fyrra fallinu að lúlla...gengur ekki vel...bersýnilega þar sem ég er að blogga í staðinn fyrir að kúra! Piff!!!!

Btw...Búðir eru geggjaðar. Ekki bara var ég í stjörnufans alla helgina með Silvíu Nótt, Andreu Róberts og Andra Snæ heldur var besti félagsskapurinn þessi yndislegi maður sem vill ekki koma að kúra. Tilefnið var 5 ára afmælið. Undirritaður var samningur um 5 ár í viðbót ( á hverju afmæli er samið um sömu lengd ára til viðbótar við þau sem verið er að fagna ). Rómantíkin leynist í hverju horni á Búðum, borðuðum geggjaðan mat, alveg hiklaust topp tíu á Íslandi og þóttumst fara í gönguferð í hörku frosti og roki sem fer ekki svo vel saman. Fórum á trúnó með Silvíu Nótt, skáluðum í rauðvíni o.s.fr. Mæli með þessu. Var hundfúl að þurfa að fara heim í gær eldsnemma til að drösslast í lærdóminn en HÍ lætur ekki hæðast að sér!


Og í dag er 3. apríl. það þýðir að æskuvinkona mín hún Herborg Drífa er 25 ára í dag. Til hennar sendi ég jákvæða strauma á þessum degi sem kannski verður ekki besti afmælisdagurinn hennar og því höfum við ákveðið að slá honum á frest um viku! Samt sem áður, þetta er 22. afmælið hennar sem við erum vinkonur, hef þekkt hana að eilífu og finnst ég stundum þekkja hana betur en ég þekki sjálfa mig. Fylgst með henni og hún með mér og við meira eins og systur en nokkuð annað sem útskýrir afhverju þetta er stundum erfiðara en auðveldara en þannig er það með fjölskylduna manns að hún er það dýrmætasta sem maður á og því yfirgefur maður hana ekki þegar í harðbakkann slær heldur leggur á hjallann með þeim sem manni þykir vænt um....! En sumsé, ég sendi baráttukveðjur til einstökustu manneskju sem ég þekki sem kljáist ekki einungis við ellidrauginn sem knýr að dyrum! Hver annar gæti staðið af sér þennan hvirfilbyl en Herbert?

Ójá, maður verður bara væminn með ellinni!

Og að lokum, afmæliskveðjur til barnanna minna, Breki og Rikki urðu 5 ára í gær eins og við Arnar. Því miður var fjölskyldunni stíað í sundur snemma á æviskeiðinu vegna læknisfræðilegra ástæðna og því hef ég ekki einu sinni náð að kyssa þá til hamó með ammó en veit að stjúpforeldrarnir standa sig í stykkinu og örvænti því ekki!

Og alveg að endalokum, Einar Theódór segir að við séum ógeðsleg, við vorum alltaf að kyssast meðan hann var hérna og að hans sögn sögðum við mikið "baby baby" og þar fram eftir götunum. Ójá, gelgjan getur víst skollið á við 6 ára markið! Vil samt benda á að ég minnist þessi ekki að hafa sagt baby baby nokkru sinni við Arnar á þessum 5 árum!

Og allra allra síðast, eins og sést er ég í svefngalsa og ætla uppí rúm!

Comments:
Til hamingju með 5 árin elsku dúllurnar mínar!!! Mér sýnist að þið hafið átt góðan dag saman :) Frábært! Svo sjáumst við bara í prófinu í fyrra málið.....mér gengur ekki nógu vel að læra....er ekki að nenna þessu!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?