Friday, May 05, 2006
Að vetri loknum...
Nú sér loks fyrir endann á þessum vetri. Verð að segja að hann hafi sennilega verið sá erfiðasti og mest stressandi í mínu lífi. Vildi að ég gæti kennt einhverjum um það öðrum en sjálfri mér en svo er ekki. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að taka að mér alltof margt. Ekki bara að vera í fullu námi og skila af mér 81 tíma í vinnu á mánuði heldur sjá líka um nemendafélagið, hópferð til Túnis, kennslu, sjálfsrækt o.s.fr.
Þetta er því officially veturinn sem ég gerði allt! Mér finnst ekki leiðinlegt að þessi vetur er búinn. Ég mun ekki sakna þessa veturs né gráta hann í nostalgíukasti heldur þakka guði fyrir að hann komi aldrei aftur!
Á tímapunkti í vetur fannst mér eins og ég myndi líkamlega brotna í tvennt. Held að það hafi verið í mars.
Í tilefni af því að þessi vetur er búinn og af því að ég er svo glöð að hann sé búinn vill ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem þurftu að þola mig í vetur, you know who you are!
Í sumar verður svo sannarlega lítið annað gert en að njóta lífsins. Að vera í 100% starfi hljómar ofboðslega vel. Frí um helgar, aldrei samviskubit utan vinnutíma yfir því að gera eitthvað skemmtilegt, hvítvínsglas hér og þar, útivist og útilegur og jafnframt TÚNIS!
8 dagar í sæluna.
Ætla að massa upp þessi ****** málfræðiprófi, ráðast í eitt þýðingarverkefni og henda mér svo í rómance í París og tjútt í Túnis.
Ég ætla líka að setja tærnar í fótsnyrtingu og finna mér sómasamleg sundföt. Jafnvel setja sumarblæ yfir hárið líka, allt áður en ég fer til Túnis svo maður verði nú ferskur og flottur á ströndinni :)
Ætla að láta þetta blogg duga fram yfir Túnis!
Þetta er því officially veturinn sem ég gerði allt! Mér finnst ekki leiðinlegt að þessi vetur er búinn. Ég mun ekki sakna þessa veturs né gráta hann í nostalgíukasti heldur þakka guði fyrir að hann komi aldrei aftur!
Á tímapunkti í vetur fannst mér eins og ég myndi líkamlega brotna í tvennt. Held að það hafi verið í mars.
Í tilefni af því að þessi vetur er búinn og af því að ég er svo glöð að hann sé búinn vill ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem þurftu að þola mig í vetur, you know who you are!
Í sumar verður svo sannarlega lítið annað gert en að njóta lífsins. Að vera í 100% starfi hljómar ofboðslega vel. Frí um helgar, aldrei samviskubit utan vinnutíma yfir því að gera eitthvað skemmtilegt, hvítvínsglas hér og þar, útivist og útilegur og jafnframt TÚNIS!
8 dagar í sæluna.
Ætla að massa upp þessi ****** málfræðiprófi, ráðast í eitt þýðingarverkefni og henda mér svo í rómance í París og tjútt í Túnis.
Ég ætla líka að setja tærnar í fótsnyrtingu og finna mér sómasamleg sundföt. Jafnvel setja sumarblæ yfir hárið líka, allt áður en ég fer til Túnis svo maður verði nú ferskur og flottur á ströndinni :)
Ætla að láta þetta blogg duga fram yfir Túnis!
Click Here