Wednesday, June 21, 2006

Ótrúlegur dugnaður


Í gær byrjuðum við Arnar á 12 vikna námskeiði hjá BOOTCAMP og það var ekkert smá erfitt en mjög gaman. Hef á tilfinningunni að maður eigi eftir að svitna eitthvað í sumar.

Líkaminn er svolítið aumur núna, harðsperrur og huggulegheit þannig að í hádeginu skellti ég mér í sólinni í sund á Seltjarnarnesi, sú laug er algjör snilld, vá hvað hún er flott. Sturturnar svo góðar, næstum því of góðar eins og Frikki sagði um helgina. Mæli með henni. Finnst ég svo healthy núna með harðsperrur allsstaðar, meira að segja í maganum... ;)

Comments:
Við mætum alveg örugglega í útilegu...við erum alveg mega til! Tölumst bara saman þegar við komum heim :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?