Thursday, July 06, 2006

Allez les bleus!

Já, það hefði engann grunað það en ég settist á Gaukinn með skemmtilega fólkinu mínu og horfði á frábærann fótboltaleik þar sem mínir menn unnu að sjálfsögðu enda neita ég að horfa á fótbolta nema að mitt lið vinni. Frakkar skoruðu sumsé í vítaspyrnu og höfðu betur þrátt fyrir leiktilburði Ronaldo í Portúgalska liðinu sem lét sig detta í sífellu í von um að fá eitthvað út úr dómurunum. Fannst það fremur léleg íþróttamennska.

En sumsé nú eigum við stefnumót á sunnudaginn líka, skemmtilega fólkið til að horfa á úrslitaleikinn og eins gott að mínir menn vinni því ég get ekki horft á leik þar sem þeir tapa en sjáum hvað setur.

Annars er sumarið þétt setið skemmtilegum viðburðum þrátt fyrir að veðrið láti stundum sitja á sér. Risa grillveisla, tónleikaferð austur, 14.júlí partý og vonandi eitthvað sumarbústaða partý um versló er á dagskránni. Gaman að þessu!

Þjáist annars af algjörri útlandaþrá og dagdraumarnir ná oft á dag tökum á mér þar sem ég hugsa um ferðir til Köben í hitabylgju eða bara hvert sem er nema hér. Skrítið þegar svona grípur mann.

Jæja, það er allavegana sól í dag, njótið meðan þið getið.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?